„Það er ótrúlegt að við náum ekki að klára þetta, 3-0 jafnvel," sagði Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Íslands, eftir 1-1 ótrúlega svekkjandi jafntefli gegn Lúxemborg í kvöld.
„Mér finnst mjög lélegt að við náum ekki að klára þetta."
„Mér finnst mjög lélegt að við náum ekki að klára þetta."
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Lúxemborg
Fyrri hálfleikur var að mestu leyti frábær og var 1-0 forystan sanngjörn. Strákarnir hefðu átt að vera með stærri forystu, klárlega. En seinni hálfleikur var ömurlegur. Þetta var eins og hvítt og svart.
„Við komum alveg brjálaðir út í fyrri hálfleik og eigum að skora allavega tvö. Það er bara lélegt að við klárum ekki þennan leik," bætti Hákon við. „Fyrri hálfleikurinn var góður, en það var bara ekki nóg."
Það var mikil Skagatenging í liðinu í dag. Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru að spila nálægt Hákoni, en allir þrír eru uppaldir á Akranesi.
„Ég þekki þá inn og út. Ég hef spilað líka lengi með Orra. Maður þekkir þessa stráka. Það gekk mjög vel að finna hvorn annan. Það var geggjað að sjá Orra skora, sjá hvernig hann er að standa sig. Hann er geggjaður leikmaður og er að sýna það."
Hvað gerðist í seinni hálfleiknum?
„Þeir fá strax 'momentum' í markinu. Þetta er skítamark, flott skot hjá þeim. Við eigum erfitt með að spila upp, það var mikill vindur. Það er engin afsökun. Ég veit ekki alveg. Þetta var erfiðara í seinni hálfleik. Við verðum að gera betur."
Það er svekkjandi að taka bara eitt stig gegn Lúxemborg í þessum riðli. „Ég er mjög sammála því. Við eigum að vinna þessa gæja, sérstaklega á heimavelli."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
























