Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 13. október 2023 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar: Það er ótrúlegt að við náum ekki að klára þetta
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er ótrúlegt að við náum ekki að klára þetta, 3-0 jafnvel," sagði Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Íslands, eftir 1-1 ótrúlega svekkjandi jafntefli gegn Lúxemborg í kvöld.

„Mér finnst mjög lélegt að við náum ekki að klára þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

Fyrri hálfleikur var að mestu leyti frábær og var 1-0 forystan sanngjörn. Strákarnir hefðu átt að vera með stærri forystu, klárlega. En seinni hálfleikur var ömurlegur. Þetta var eins og hvítt og svart.

„Við komum alveg brjálaðir út í fyrri hálfleik og eigum að skora allavega tvö. Það er bara lélegt að við klárum ekki þennan leik," bætti Hákon við. „Fyrri hálfleikurinn var góður, en það var bara ekki nóg."

Það var mikil Skagatenging í liðinu í dag. Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru að spila nálægt Hákoni, en allir þrír eru uppaldir á Akranesi.

„Ég þekki þá inn og út. Ég hef spilað líka lengi með Orra. Maður þekkir þessa stráka. Það gekk mjög vel að finna hvorn annan. Það var geggjað að sjá Orra skora, sjá hvernig hann er að standa sig. Hann er geggjaður leikmaður og er að sýna það."

Hvað gerðist í seinni hálfleiknum?

„Þeir fá strax 'momentum' í markinu. Þetta er skítamark, flott skot hjá þeim. Við eigum erfitt með að spila upp, það var mikill vindur. Það er engin afsökun. Ég veit ekki alveg. Þetta var erfiðara í seinni hálfleik. Við verðum að gera betur."

Það er svekkjandi að taka bara eitt stig gegn Lúxemborg í þessum riðli. „Ég er mjög sammála því. Við eigum að vinna þessa gæja, sérstaklega á heimavelli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner