„Við vissum að við þyrftum að klára rest og þetta er bara góð byrjun. Leiðinlegt að fá þessar fréttir en það getur ennþá allt gerst. Við verðum bara að taka næsta leik og vonast til að þeir geti misstigið sig í Andorra."
Sagði Birkir Bjarnason eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld og fréttirnar um að Tyrkir náðu jafntefli í Frakklandi.
Sagði Birkir Bjarnason eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld og fréttirnar um að Tyrkir náðu jafntefli í Frakklandi.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Andorra
Birkir er enn án félags en hann átti mjög góðan landsleikjaglugga og segir aðspurður út í orðróma um að hann sé á leið til Al-Arabi í Katar til Heimis Hallgrímssonar segir hann að hann verði bara að sjá til hvað hann gerir en útilokar ekki Katar.
„Við sjáum bara til, ég þarf að skoða mitt og taka einhverjar ákvarðanir og sjá hvað ég geri. Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu, ég er búinn að gera mitt finnst mér og svo kemur vonandi eitthvað gott."
„Góð frammistaða, svolítið erfitt í fyrri hálfleik, það er erfitt að spila við svona lið. Þeir eru að reyna að pirra okkur en við héldum haus og gerðum okkar og unnum þetta svosem bara vel."
Sagði Birkir um frammistöðu Íslenska liðsins í kvöld.
Athugasemdir