Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 14. október 2019 21:48
Egill Sigfússon
Birkir útilokar ekki Katar: Vonandi kemur eitthvað gott
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld
Birkir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við þyrftum að klára rest og þetta er bara góð byrjun. Leiðinlegt að fá þessar fréttir en það getur ennþá allt gerst. Við verðum bara að taka næsta leik og vonast til að þeir geti misstigið sig í Andorra."

Sagði Birkir Bjarnason eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld og fréttirnar um að Tyrkir náðu jafntefli í Frakklandi.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Birkir er enn án félags en hann átti mjög góðan landsleikjaglugga og segir aðspurður út í orðróma um að hann sé á leið til Al-Arabi í Katar til Heimis Hallgrímssonar segir hann að hann verði bara að sjá til hvað hann gerir en útilokar ekki Katar.

„Við sjáum bara til, ég þarf að skoða mitt og taka einhverjar ákvarðanir og sjá hvað ég geri. Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu, ég er búinn að gera mitt finnst mér og svo kemur vonandi eitthvað gott."

„Góð frammistaða, svolítið erfitt í fyrri hálfleik, það er erfitt að spila við svona lið. Þeir eru að reyna að pirra okkur en við héldum haus og gerðum okkar og unnum þetta svosem bara vel."

Sagði Birkir um frammistöðu Íslenska liðsins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner