Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 14. október 2019 21:48
Egill Sigfússon
Birkir útilokar ekki Katar: Vonandi kemur eitthvað gott
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld
Birkir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við þyrftum að klára rest og þetta er bara góð byrjun. Leiðinlegt að fá þessar fréttir en það getur ennþá allt gerst. Við verðum bara að taka næsta leik og vonast til að þeir geti misstigið sig í Andorra."

Sagði Birkir Bjarnason eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld og fréttirnar um að Tyrkir náðu jafntefli í Frakklandi.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Birkir er enn án félags en hann átti mjög góðan landsleikjaglugga og segir aðspurður út í orðróma um að hann sé á leið til Al-Arabi í Katar til Heimis Hallgrímssonar segir hann að hann verði bara að sjá til hvað hann gerir en útilokar ekki Katar.

„Við sjáum bara til, ég þarf að skoða mitt og taka einhverjar ákvarðanir og sjá hvað ég geri. Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu, ég er búinn að gera mitt finnst mér og svo kemur vonandi eitthvað gott."

„Góð frammistaða, svolítið erfitt í fyrri hálfleik, það er erfitt að spila við svona lið. Þeir eru að reyna að pirra okkur en við héldum haus og gerðum okkar og unnum þetta svosem bara vel."

Sagði Birkir um frammistöðu Íslenska liðsins í kvöld.
Athugasemdir
banner