Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 15. mars 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Ómar: Mikill vilji til að bæta í núna
Kristján Ómar ásamt Sean Da Silva nýjasta leikmanni Hauka.
Kristján Ómar ásamt Sean Da Silva nýjasta leikmanni Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frans í leik með Haukum síðasta sumar.
Frans í leik með Haukum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tilkynntu Haukar að þeir höfðu samið við tvo nýja leikmenn. Frans Sigurðsson gengur á nýjan leik í raðir Hauka á láni frá ÍBV og síðan fengu Haukar Sean Da Silva, leikmann frá Trinidad & Tobago.

Kristján Ómar Björnsson þjálfari Hauka sem leika í Inkasso-deildinni í sumar var himinlifandi með styrkinguna.

„Það gekk mjög vel hjá Frans hérna í fyrra. Hann kom meiddur til okkar síðasta vor og komst í gang í 2.flokknum og spilaði svo undir lok tímabils og stóð sig virkilega vel. Hann er akkúrat týpa sem okkur hefur vantað í hópinn, örvfættur sóknarmaður og ég er mjög ánægður með að fá hann aftur inn," sagði Kristján Ómar.

Hefur lært helling um Trinidad
Sean Da Silva er sóknar sinnaður miðjumaður sem hefur verið í landsliðshóp Trinidad & Tobago undanfarin ár. Kristján segir að hann líti virkilega vel út og Haukar séu hrikalega sáttir með að fá hann.

„Það eru allskonar skrítin tengls í gangi. Einhver í Haukum þekkti eihvern sem þekkti einhvern í Trindidad. Þetta byrjaði svoleiðis. Ég held að það sé sami kanall í gangi og var að skila öðru félagi í borginni leikmönnum frá sama landi," sagði Kristján Ómar og á þá við lið Kórdrengjanna sem sömdu í vikunni við tvo leikmenn frá Trinidad & Tobago.

„Eins og ég hef skilið það, þá upplifa þeir í Karabískahafinu einhverja múra í því að komast yfir til Evrópu og spila hér. Maður getur alveg skilið það. Ég lærði helling um Trinidad síðustu tvo daga og maður vissi í rauninni ekkert um þennan stað. Maður áttaði sig ekkert á því að þarna er samfélag á frekar háu plani og öflugur fótbolti. Þeir hafa komist á HM og verið ofarlega í undankeppnum til að komast á stórmót þar. Það er mun hærri standard á öllu þarna en ég hafði áttað mig á."

Töluverðar breytingar eru á leikmannahópi Hauka frá síðasta sumri.

„Það eru ákveðnar breytingar í gangi og komið mikið af nýju fólki í baklandið og stjórnina. Það er kraftur og vilji og maður fagnar því sem þjálfari að vera með öflugar hendur að vinna fyrir liðið. Það er mikill vilji til að bæta í núna og ná í góða leikmenn. Markmiðið var að sækja góða leikmenn, við vildum fá öfluga íslenska leikmenn og reyndum það. Það tókst ekki í öllum tilvikum og þess vegna er þetta niðurstaðan."

1-2 leikmenn í sigtinu
Haukar hafa stofnað varalið sem leikur í 4. deildinni í sumar.

„Það eru talsverðar breytingar og sennilega meira en ég átta mig á. Bæði höfum við breytt fyrirkomulaginu. Ég er með talsvert minni hóp heldur en í í fyrra og við settum upp varalið sem er að fara spila í 4. deildinni. Það fyrirkomulag er að koma virkilega vel út og ég er mjög ánægður með það. Það hefur mjög jákvæð áhrif á rauninni allt starfið hjá okkur. Ég er með stærri hóp af mönnum til að velja úr og hef öflugri stráka í fámennri hóp og æfingarnar ganga virkilega vel. Að fá síðan svona mann inn ýtir öllu upp, maður sá það strax á fyrstu æfingunni sem hann tók þátt í," sagði Kristján Ómar sem vonast til að geta bætt við sig fleiri leikmönnum á næstu dögum.

„Við erum með 1-2 menn í sigtinu sem ég bind vonir um að við náum að landa. Bæði íslenska og erlenda, ef það gengur upp þá verða það alvöru styrkingar og þá fer þetta að líta spennandi út hjá okkur. Við sættum okkur ekki við neitt annað en efri hlutann á deildinni í sumar," sagði Kristján Ómar Björnsson þjálfari Hauka að lokum í viðtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner