Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   mán 15. apríl 2024 09:06
Elvar Geir Magnússon
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var í leik Fylkis og Vals í Bestu deildinni í gær en Fylkir fékk kjörið tækifæri í fyrri hálfleik til að skora. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi þá vítaspyrnu á Gísla Laxdal sem virtist hafa brotið á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.

Þar sem fréttaritari sat í stúkunni virtist um klára vítaspyrnu að ræða og þannig leit það einnig út í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það kom því fáum á óvart þegar Helgi benti á punktinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Í spilaranum að ofan má sjá röð ljósmynda Hafliða Breiðfjörð af atvikinu og þar virðist Gísli Laxdal einfaldlega komast í boltann áður en Halldór fer niður.

Mögulega var því réttlætinu fullnægt þegar Frederik Schram markvörður Vals varði vítaspyrnu miðvarðarins Orra Sveins Stefánssonar. Það kom mörgum á óvart að sjá Orra fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út," sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik en það má sjá í heild hér að neðan.


Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Athugasemdir
banner
banner