Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 15. apríl 2024 09:06
Elvar Geir Magnússon
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var í leik Fylkis og Vals í Bestu deildinni í gær en Fylkir fékk kjörið tækifæri í fyrri hálfleik til að skora. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi þá vítaspyrnu á Gísla Laxdal sem virtist hafa brotið á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.

Þar sem fréttaritari sat í stúkunni virtist um klára vítaspyrnu að ræða og þannig leit það einnig út í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það kom því fáum á óvart þegar Helgi benti á punktinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Í spilaranum að ofan má sjá röð ljósmynda Hafliða Breiðfjörð af atvikinu og þar virðist Gísli Laxdal einfaldlega komast í boltann áður en Halldór fer niður.

Mögulega var því réttlætinu fullnægt þegar Frederik Schram markvörður Vals varði vítaspyrnu miðvarðarins Orra Sveins Stefánssonar. Það kom mörgum á óvart að sjá Orra fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út," sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik en það má sjá í heild hér að neðan.


Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Athugasemdir
banner