Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 15. apríl 2024 09:06
Elvar Geir Magnússon
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Gísli Laxdal virðist hafa komist í boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markalaust jafntefli var í leik Fylkis og Vals í Bestu deildinni í gær en Fylkir fékk kjörið tækifæri í fyrri hálfleik til að skora. Helgi Mikael Jónasson dómari dæmdi þá vítaspyrnu á Gísla Laxdal sem virtist hafa brotið á Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.

Þar sem fréttaritari sat í stúkunni virtist um klára vítaspyrnu að ræða og þannig leit það einnig út í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Það kom því fáum á óvart þegar Helgi benti á punktinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

Í spilaranum að ofan má sjá röð ljósmynda Hafliða Breiðfjörð af atvikinu og þar virðist Gísli Laxdal einfaldlega komast í boltann áður en Halldór fer niður.

Mögulega var því réttlætinu fullnægt þegar Frederik Schram markvörður Vals varði vítaspyrnu miðvarðarins Orra Sveins Stefánssonar. Það kom mörgum á óvart að sjá Orra fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út," sagði Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik en það má sjá í heild hér að neðan.


Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Athugasemdir
banner
banner