Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 15. júní 2024 19:49
Sævar Þór Sveinsson
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn.“ sagði hnitmiðaður Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni. Liðin mættust í 8. umferð Bestu deild kvenna núna í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Við vorum bara fínar, ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér leist ekki á orkustigið hérna í fyrri hálfleiknum. Það er kannski eðlilegt eftir þessa viku sem við erum að klára hérna þriggja leikja törn á viku.“

Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn afar vel og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. En var Jóhann með einhverja eldræðu í hálfleiknum sem gíraði liðið upp?

Já nú væri gott að segja bara já og slaufa þessu viðtali. Það þurfti ekki mikið að segja við stelpurnar inn í hálfleiknum. Við vorum alveg meðvituð um að við vorum svolítið að rétta þeim þetta með klaufaskap og vorum að flýta okkur aðeins of mikið svo bara náðum við andanum og fórum yfir þetta.“

Jóhann hrósaði sérstaklega innkomunni hjá Hildi Önnu Birgisdóttur sem var skipt inn á völlinn í hálfleik.

Glæsileg innkoma hjá Hildi sem að leysir Emelíu Kruger af sem var búin að standa sig frábærlega. Þetta eru ungar stelpur sem eru hér að spila lykilhlutverk hjá okkur hérna. Þær bara báðar eru algjörlega magnaðar í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar er einnig rætt um Söndru Maríu Jessen og Mjólkurbikarinn.


Athugasemdir
banner
banner