Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
   lau 15. júní 2024 19:49
Sævar Þór Sveinsson
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn.“ sagði hnitmiðaður Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni. Liðin mættust í 8. umferð Bestu deild kvenna núna í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Við vorum bara fínar, ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér leist ekki á orkustigið hérna í fyrri hálfleiknum. Það er kannski eðlilegt eftir þessa viku sem við erum að klára hérna þriggja leikja törn á viku.“

Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn afar vel og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. En var Jóhann með einhverja eldræðu í hálfleiknum sem gíraði liðið upp?

Já nú væri gott að segja bara já og slaufa þessu viðtali. Það þurfti ekki mikið að segja við stelpurnar inn í hálfleiknum. Við vorum alveg meðvituð um að við vorum svolítið að rétta þeim þetta með klaufaskap og vorum að flýta okkur aðeins of mikið svo bara náðum við andanum og fórum yfir þetta.“

Jóhann hrósaði sérstaklega innkomunni hjá Hildi Önnu Birgisdóttur sem var skipt inn á völlinn í hálfleik.

Glæsileg innkoma hjá Hildi sem að leysir Emelíu Kruger af sem var búin að standa sig frábærlega. Þetta eru ungar stelpur sem eru hér að spila lykilhlutverk hjá okkur hérna. Þær bara báðar eru algjörlega magnaðar í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar er einnig rætt um Söndru Maríu Jessen og Mjólkurbikarinn.


Athugasemdir
banner