Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
   lau 15. júní 2024 19:49
Sævar Þór Sveinsson
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn.“ sagði hnitmiðaður Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni. Liðin mættust í 8. umferð Bestu deild kvenna núna í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  4 Þór/KA

Við vorum bara fínar, ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér leist ekki á orkustigið hérna í fyrri hálfleiknum. Það er kannski eðlilegt eftir þessa viku sem við erum að klára hérna þriggja leikja törn á viku.“

Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn afar vel og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. En var Jóhann með einhverja eldræðu í hálfleiknum sem gíraði liðið upp?

Já nú væri gott að segja bara já og slaufa þessu viðtali. Það þurfti ekki mikið að segja við stelpurnar inn í hálfleiknum. Við vorum alveg meðvituð um að við vorum svolítið að rétta þeim þetta með klaufaskap og vorum að flýta okkur aðeins of mikið svo bara náðum við andanum og fórum yfir þetta.“

Jóhann hrósaði sérstaklega innkomunni hjá Hildi Önnu Birgisdóttur sem var skipt inn á völlinn í hálfleik.

Glæsileg innkoma hjá Hildi sem að leysir Emelíu Kruger af sem var búin að standa sig frábærlega. Þetta eru ungar stelpur sem eru hér að spila lykilhlutverk hjá okkur hérna. Þær bara báðar eru algjörlega magnaðar í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar er einnig rætt um Söndru Maríu Jessen og Mjólkurbikarinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner