,,Mjög góður sigur í dag, við þurftum á honum að halda. Okkur finnst við ekki hafa spilað eins vel og við getum undanfarið svo það var mikilvægt fyrir okkur að skila góðri frammistöðu og ná sigrinum með því." sagði Gregg Ryder, ánægður að leikslokum eftir 3-1 sigur á KV í kvöld.
,,Ekkert hefur breyst í því tilliti að við förum inn í hvern leik til þess að vinna hann og okkur finnst við hafa spilað leiki þar sem við höfum getað gert betur. Við munum halda áfram að nálgast verkefnin á þann hátt og að við séum þéttir eins og við vorum í dag og sjáum hvert það skilar okkur."
Þeir eru vel skipulagt við og mér finnst þeir ekki fá það hrós sem þeir eiga skilið fyrir skipulag sitt þannig að við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og það var aðalatriðið fyrir okkur að vera þolinmóðir og ekki þrýsta boltanum fram. Það sást í fyrri mörkunum okkar þar sem við héldum boltanum vel og það voru 15-20 sendingar áður en að kom að markinu. sagði Gregg um spilamennsku síns liðs í dag.
Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir