„Við vorum í stöðu til að taka öll þrjú stigin og mér fannst að við áttum mómentin, vorum lifandi í leiknum og yfir stóran hluta leiksins. Við erum í mómentum til að taka öll þrjú stigin og að sjálfsögðu hefði verið geggjað að taka þau," sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í dag.
Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í gær og er með tvö stig eftir tvo leiki í mótinu.
Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í gær og er með tvö stig eftir tvo leiki í mótinu.
Lestu um leikinn: Ítalía 1 - 1 Ísland
„Stigið hins vegar er mikilvægt og við erum taplaus, erum búin að fá á okkur sitthvort markið í leikjum á móti þjóðum sem eru mjög góðar í fótbolta - það er ekkert flókið."
„Við erum að standa varnarleikinn, erum að fá færi í leikjunum, erum að skora mörk og erum mjög ánægðir að því leytinu til."
Var tilfinningin eftir jafnteflið í gær sú sama og eftir leikinn gegn Belgíu á sunnudag?
„Ég ætla ekkert að ljúga, þetta er svipað. Að vera svekktur með það að ná ekki að landa þremur stigum segir heilmargt um þetta lið, hvað við trúum mikið á að við getum sótt þrjú stig á móti þessum liðum."
„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta eru engar smá fótboltaþjóðir og við erum náttúrulega bara Ísland. Við erum liðið sem Belgía og Ítalía ætluðu að vinna og spila svo úrslitaleik um hvort liðið færi með Frakklandi áfram. Við erum þannig lagað í bílstjórasæti með það."
Á síðasta EM, sem fram fór í Hollandi árið 2017, var Ísland úr leik í riðlinum eftir tvo leiki. Ásmundur var líka aðstoðarþjálfari Íslands á því móti.
„Segðu, það er ólík tilfinning. Fyrir mitt leyti er það bara frábært en upplifunin rétt í gær var náttúrulega súr en svo erum við að átta okkur á því að við erum í 2. sæti í riðlinum og við getum stjórnað framhaldinu sjálf - þurfum ekki að treysta á aðra," sagði Ási.
Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























