Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 15. júlí 2022 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Segir heilmargt um þetta lið - „Við erum náttúrulega bara Ísland"
Icelandair
Ási að sýna listir sínar á æfingasvæðinu
Ási að sýna listir sínar á æfingasvæðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum í stöðu til að taka öll þrjú stigin og mér fannst að við áttum mómentin, vorum lifandi í leiknum og yfir stóran hluta leiksins. Við erum í mómentum til að taka öll þrjú stigin og að sjálfsögðu hefði verið geggjað að taka þau," sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í dag.

Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í gær og er með tvö stig eftir tvo leiki í mótinu.

Lestu um leikinn: Ítalía 1 -  1 Ísland

„Stigið hins vegar er mikilvægt og við erum taplaus, erum búin að fá á okkur sitthvort markið í leikjum á móti þjóðum sem eru mjög góðar í fótbolta - það er ekkert flókið."

„Við erum að standa varnarleikinn, erum að fá færi í leikjunum, erum að skora mörk og erum mjög ánægðir að því leytinu til."


Var tilfinningin eftir jafnteflið í gær sú sama og eftir leikinn gegn Belgíu á sunnudag?

„Ég ætla ekkert að ljúga, þetta er svipað. Að vera svekktur með það að ná ekki að landa þremur stigum segir heilmargt um þetta lið, hvað við trúum mikið á að við getum sótt þrjú stig á móti þessum liðum."

„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þetta eru engar smá fótboltaþjóðir og við erum náttúrulega bara Ísland. Við erum liðið sem Belgía og Ítalía ætluðu að vinna og spila svo úrslitaleik um hvort liðið færi með Frakklandi áfram. Við erum þannig lagað í bílstjórasæti með það."


Á síðasta EM, sem fram fór í Hollandi árið 2017, var Ísland úr leik í riðlinum eftir tvo leiki. Ásmundur var líka aðstoðarþjálfari Íslands á því móti.

„Segðu, það er ólík tilfinning. Fyrir mitt leyti er það bara frábært en upplifunin rétt í gær var náttúrulega súr en svo erum við að átta okkur á því að við erum í 2. sæti í riðlinum og við getum stjórnað framhaldinu sjálf - þurfum ekki að treysta á aðra," sagði Ási.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner