Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 15. september 2021 23:23
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum stálheppnir. Ég þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í þessari keppni. Fylkismenn voru mjög góðir í dag en voru óheppnir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur gegn Fylki þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu.

Maður leiksins var Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem átti hreint frábæran leik.

Víkingar eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Vestra í byrjun október.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu mæta KR á Meistaravöllum á sunnudag. Arnar hefði væntanlega viljað sleppa við að spila 120 mínútur í kvöld, eða hvað?

„Samt ekki, þegar þú ert kominn svona langt þá er þreyta bara hugarástand. Þegar þú ert að berjast um tvo titla. Það eru þreyttar lappir en það er ekkert mál að rífa sig upp úr því. Bikarkeppnin hefur að mörgu leyti verið skrítin þetta árið og mikil rómantík í henni."

Víkingar eru ánægðir með að vera í þeirri stöðu þegar stutt er eftir að geta tekið þetta tvöfalt.

„Þetta hefur verið ótrúlegt sumar að mörgu leyti. Nú eru fáir leikir eftir. Það þarf ekkert að rífa sig í gang fyrir leik á Meistaravöllum gegn KR, þeir hafa líka að miklu að keppa."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Arnar meðal annars um tíðindi af Kára Árnasyni, leikmannaleit fyrir næsta tímabil og stuðningsmenn Víkings sem hafa verið duglegir að láta í sér heyra að undanförnu og skemmta sér vel.
Athugasemdir
banner
banner