Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
   mið 15. september 2021 23:23
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum stálheppnir. Ég þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í þessari keppni. Fylkismenn voru mjög góðir í dag en voru óheppnir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur gegn Fylki þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu.

Maður leiksins var Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem átti hreint frábæran leik.

Víkingar eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Vestra í byrjun október.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu mæta KR á Meistaravöllum á sunnudag. Arnar hefði væntanlega viljað sleppa við að spila 120 mínútur í kvöld, eða hvað?

„Samt ekki, þegar þú ert kominn svona langt þá er þreyta bara hugarástand. Þegar þú ert að berjast um tvo titla. Það eru þreyttar lappir en það er ekkert mál að rífa sig upp úr því. Bikarkeppnin hefur að mörgu leyti verið skrítin þetta árið og mikil rómantík í henni."

Víkingar eru ánægðir með að vera í þeirri stöðu þegar stutt er eftir að geta tekið þetta tvöfalt.

„Þetta hefur verið ótrúlegt sumar að mörgu leyti. Nú eru fáir leikir eftir. Það þarf ekkert að rífa sig í gang fyrir leik á Meistaravöllum gegn KR, þeir hafa líka að miklu að keppa."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Arnar meðal annars um tíðindi af Kára Árnasyni, leikmannaleit fyrir næsta tímabil og stuðningsmenn Víkings sem hafa verið duglegir að láta í sér heyra að undanförnu og skemmta sér vel.
Athugasemdir