Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mið 15. september 2021 23:23
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum stálheppnir. Ég þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í þessari keppni. Fylkismenn voru mjög góðir í dag en voru óheppnir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur gegn Fylki þar sem úrslitin réðust með sjálfsmarki í framlengingu.

Maður leiksins var Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, sem átti hreint frábæran leik.

Víkingar eru því komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Vestra í byrjun október.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Víkingur R.

Víkingar eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu mæta KR á Meistaravöllum á sunnudag. Arnar hefði væntanlega viljað sleppa við að spila 120 mínútur í kvöld, eða hvað?

„Samt ekki, þegar þú ert kominn svona langt þá er þreyta bara hugarástand. Þegar þú ert að berjast um tvo titla. Það eru þreyttar lappir en það er ekkert mál að rífa sig upp úr því. Bikarkeppnin hefur að mörgu leyti verið skrítin þetta árið og mikil rómantík í henni."

Víkingar eru ánægðir með að vera í þeirri stöðu þegar stutt er eftir að geta tekið þetta tvöfalt.

„Þetta hefur verið ótrúlegt sumar að mörgu leyti. Nú eru fáir leikir eftir. Það þarf ekkert að rífa sig í gang fyrir leik á Meistaravöllum gegn KR, þeir hafa líka að miklu að keppa."

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Arnar meðal annars um tíðindi af Kára Árnasyni, leikmannaleit fyrir næsta tímabil og stuðningsmenn Víkings sem hafa verið duglegir að láta í sér heyra að undanförnu og skemmta sér vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner