Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   lau 15. október 2022 18:49
Sverrir Örn Einarsson
Venni: Vissum að seinni hálfleikur yrði á vallarhelmingi Keflavíkur
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hann var virkilega sætur því við þurftum að upplifa að vera tveimur mörkum undir í leiknum og með þessa erfiðu stöðu. Það er ótrúlegur karakter sem við sýndum í þessum leik og rúmlega það. Við endum á að vinna 2 - 3 en hefðum átt að skora 3-4 mörk í viðbót," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari FH eftir 2 - 3 sigur á Keflavík suður með sjó í dag en staðan í hálfleik var 2 - 1 fyrir Keflavík.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Þetta mark Gumma í fyrri hálfleik var rosalega mikilvægt til að fá smá blóð á tennurnar. Það var þá bara eitt mark og maður vissi að seinni hálfleikurinn færi allur fram á vallarhelmingi Keflavíkur útaf veðrinu.."

„Það var svo planið inni í klefa að halda þeim inni í teig hjá sér og hnoða inn að minnsta kosti tveimur mörkum. Það var frábært hvernig strákarnir pressuðu þá upp og héldu það út í 45 mínútur í seinni hálfleik. Jafna leikinn frekar snemma og komast yfir stuttu eftir það. Það var alveg hálftími eftir af leiknum þá. Þá var enginn að leggjast niður heldur héldum við áfram að pressa og hefðum átt að skora 3 - 4 í viðbót."

FH var komið í fallsæti á nýjan leik eftir tap í Vestmannaeyjum fyrir tíu dögum en er nú komið í mun vænlegri stöðu á botninum eftir tvo sigra í röð gegn Leikni og Keflavík.

„Það mátti ekki seinna vera, það eru bara tveir leikir eftir og þetta er alls ekki komið. Við þurfum að ná í úrslit í næstu umferð líka og það er markmiðið," sagði Venni sem í spilaranum að ofan er líka spurður út í nýja mótafyrirkomulagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner