Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 15. október 2022 18:49
Sverrir Örn Einarsson
Venni: Vissum að seinni hálfleikur yrði á vallarhelmingi Keflavíkur
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hann var virkilega sætur því við þurftum að upplifa að vera tveimur mörkum undir í leiknum og með þessa erfiðu stöðu. Það er ótrúlegur karakter sem við sýndum í þessum leik og rúmlega það. Við endum á að vinna 2 - 3 en hefðum átt að skora 3-4 mörk í viðbót," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari FH eftir 2 - 3 sigur á Keflavík suður með sjó í dag en staðan í hálfleik var 2 - 1 fyrir Keflavík.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Þetta mark Gumma í fyrri hálfleik var rosalega mikilvægt til að fá smá blóð á tennurnar. Það var þá bara eitt mark og maður vissi að seinni hálfleikurinn færi allur fram á vallarhelmingi Keflavíkur útaf veðrinu.."

„Það var svo planið inni í klefa að halda þeim inni í teig hjá sér og hnoða inn að minnsta kosti tveimur mörkum. Það var frábært hvernig strákarnir pressuðu þá upp og héldu það út í 45 mínútur í seinni hálfleik. Jafna leikinn frekar snemma og komast yfir stuttu eftir það. Það var alveg hálftími eftir af leiknum þá. Þá var enginn að leggjast niður heldur héldum við áfram að pressa og hefðum átt að skora 3 - 4 í viðbót."

FH var komið í fallsæti á nýjan leik eftir tap í Vestmannaeyjum fyrir tíu dögum en er nú komið í mun vænlegri stöðu á botninum eftir tvo sigra í röð gegn Leikni og Keflavík.

„Það mátti ekki seinna vera, það eru bara tveir leikir eftir og þetta er alls ekki komið. Við þurfum að ná í úrslit í næstu umferð líka og það er markmiðið," sagði Venni sem í spilaranum að ofan er líka spurður út í nýja mótafyrirkomulagið.


Athugasemdir
banner
banner