Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 16. maí 2021 22:18
Arnar Laufdal Arnarsson
Júlli Magg: Geggjuð frammistaða hjá öllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Víkingur og Breiðablik í hörkuleik í 4. umferð Pepsi-Max deildarinnar þar sem leikar enduðu 3-0 fyrir Víkingum. Mörk Víkinga skoruðu Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Kwame Quee.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

„Góður fyrri hálfleikur en smá brösóttur seinni hálfleikur þar sem við hefðum getað stjórnað leiknum aðeins meira en bara geggjaður sigur og heilt yfir geggjuð frammistaða hjá öllum," sagði einn af markaskorurum Víkinga, Júlíus, í viðtali eftir leik.

Finnur Júlíus mikinn mun á liði Víkinga frá síðustu leiktíð?

„Þetta er eiginlega allt sami mannskapur en bara aðrar áherslur. Það eru kannski bara jákvæðar breytingar og jákvæðar framfarir frá öllum, bara þroskaðara lið. Þú þarft kannski eitt season þar sem þú færð kannski ekki beint skell en smá í bakið en við erum bara komnir sterkari til baka myndi ég segja."

Júlíus er núna búinn að skora tvo leiki í röð en er kannski ekki þekktasti markaskorarinn í liði Víkinga.

„Nei þetta er kannski smá öðruvísi en síðustu tvö árin en bara gaman að fá sénsinn að koma inn í og gaman að geta nýtt það svona vel," sagði Júlíus léttur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner