Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   sun 16. maí 2021 22:18
Arnar Laufdal Arnarsson
Júlli Magg: Geggjuð frammistaða hjá öllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Víkingur og Breiðablik í hörkuleik í 4. umferð Pepsi-Max deildarinnar þar sem leikar enduðu 3-0 fyrir Víkingum. Mörk Víkinga skoruðu Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Kwame Quee.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

„Góður fyrri hálfleikur en smá brösóttur seinni hálfleikur þar sem við hefðum getað stjórnað leiknum aðeins meira en bara geggjaður sigur og heilt yfir geggjuð frammistaða hjá öllum," sagði einn af markaskorurum Víkinga, Júlíus, í viðtali eftir leik.

Finnur Júlíus mikinn mun á liði Víkinga frá síðustu leiktíð?

„Þetta er eiginlega allt sami mannskapur en bara aðrar áherslur. Það eru kannski bara jákvæðar breytingar og jákvæðar framfarir frá öllum, bara þroskaðara lið. Þú þarft kannski eitt season þar sem þú færð kannski ekki beint skell en smá í bakið en við erum bara komnir sterkari til baka myndi ég segja."

Júlíus er núna búinn að skora tvo leiki í röð en er kannski ekki þekktasti markaskorarinn í liði Víkinga.

„Nei þetta er kannski smá öðruvísi en síðustu tvö árin en bara gaman að fá sénsinn að koma inn í og gaman að geta nýtt það svona vel," sagði Júlíus léttur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner