Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. maí 2021 22:18
Arnar Laufdal Arnarsson
Júlli Magg: Geggjuð frammistaða hjá öllum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Víkingur og Breiðablik í hörkuleik í 4. umferð Pepsi-Max deildarinnar þar sem leikar enduðu 3-0 fyrir Víkingum. Mörk Víkinga skoruðu Pablo Punyed, Júlíus Magnússon og Kwame Quee.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Breiðablik

„Góður fyrri hálfleikur en smá brösóttur seinni hálfleikur þar sem við hefðum getað stjórnað leiknum aðeins meira en bara geggjaður sigur og heilt yfir geggjuð frammistaða hjá öllum," sagði einn af markaskorurum Víkinga, Júlíus, í viðtali eftir leik.

Finnur Júlíus mikinn mun á liði Víkinga frá síðustu leiktíð?

„Þetta er eiginlega allt sami mannskapur en bara aðrar áherslur. Það eru kannski bara jákvæðar breytingar og jákvæðar framfarir frá öllum, bara þroskaðara lið. Þú þarft kannski eitt season þar sem þú færð kannski ekki beint skell en smá í bakið en við erum bara komnir sterkari til baka myndi ég segja."

Júlíus er núna búinn að skora tvo leiki í röð en er kannski ekki þekktasti markaskorarinn í liði Víkinga.

„Nei þetta er kannski smá öðruvísi en síðustu tvö árin en bara gaman að fá sénsinn að koma inn í og gaman að geta nýtt það svona vel," sagði Júlíus léttur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir