Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 16. maí 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti Valskonum í stórslag 4.umferðar Bestu deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld.

Stjörnukonur voru fyrir leikinn þremur stigum frá Val og máttu illa við því að missa þær enn lengra frá sér en Stjörnukonur sýndu styrk sinn í kvöld með því að leggja Val af velli sannfærandi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Mjög góður sigur. Ég held að við höfum ekki unnið þær hérna heima núna í nokkur ár allavega eftir að ég mætti á svæðið þannig þetta er ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Ég var ekki alveg viss hvernig liðið myndi koma inn í leikinn, ég var einmitt spurður að þessari spurningu fyrir leikinn hvaða tilfiningu ég hefði fyrir þessu, það er að segja hvar leikmennirnir væru staddir í því að fara inn í þennan leik og ég áttaði mig ekki á því hvar leikmannahópurinn og hugur þeirra var og við reyndum að setja allt upp þjálfarateymið þannig að leikurinn yrði góður og mér fannst bara eins og stelpurnar útfærðu leikinn mjög vel gert og ég er með sömu tilfiningu og þú allavega svona strax eftir leikinn að við vorum alveg í stjórn í fyrri hálfleik."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom inn í lið Stjörnunnar í dag og átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði svo það síðara.

„Við biðjum alltaf um alveg endalaust frá Úlfu Dís og hún svarar alltaf kallinu og hún er alveg einstakur leikmaður, er nýkominn heim og tók tvær æfingar alveg með trompi þannig það var eiginlega ekkert annað hægt en að hún kæmi inn í liðið og frískaði aðeins upp á þetta."

Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner