Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   þri 16. maí 2023 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristján Guðmunds: Ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti Valskonum í stórslag 4.umferðar Bestu deildar kvenna á Samsungvellinum í kvöld.

Stjörnukonur voru fyrir leikinn þremur stigum frá Val og máttu illa við því að missa þær enn lengra frá sér en Stjörnukonur sýndu styrk sinn í kvöld með því að leggja Val af velli sannfærandi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Mjög góður sigur. Ég held að við höfum ekki unnið þær hérna heima núna í nokkur ár allavega eftir að ég mætti á svæðið þannig þetta er ákveðið gegnumbrot að vinna þennan leik." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Ég var ekki alveg viss hvernig liðið myndi koma inn í leikinn, ég var einmitt spurður að þessari spurningu fyrir leikinn hvaða tilfiningu ég hefði fyrir þessu, það er að segja hvar leikmennirnir væru staddir í því að fara inn í þennan leik og ég áttaði mig ekki á því hvar leikmannahópurinn og hugur þeirra var og við reyndum að setja allt upp þjálfarateymið þannig að leikurinn yrði góður og mér fannst bara eins og stelpurnar útfærðu leikinn mjög vel gert og ég er með sömu tilfiningu og þú allavega svona strax eftir leikinn að við vorum alveg í stjórn í fyrri hálfleik."

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom inn í lið Stjörnunnar í dag og átti stóran þátt í fyrra markinu og skoraði svo það síðara.

„Við biðjum alltaf um alveg endalaust frá Úlfu Dís og hún svarar alltaf kallinu og hún er alveg einstakur leikmaður, er nýkominn heim og tók tvær æfingar alveg með trompi þannig það var eiginlega ekkert annað hægt en að hún kæmi inn í liðið og frískaði aðeins upp á þetta."

Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner