„Það er svekkjandi að vera komnir í fallsæti en við ætlum að halda áfram og erum ekki hættir í þessu," sagði Halldór Árnason, annar þjálfara KV, eftir tap gegn Grindavík í kvöld.
KV er komið í fallsæti eftir úrsit kvöldsins.
KV er komið í fallsæti eftir úrsit kvöldsins.
„Þetta er drullusvekkjandi, við komum vel inn í þennan leik. Við fengum tíu hornspyrnur í fyrri hálfleik, við pressuðum hátt upp völlinn og gáfum fá færi á okkur. Svo lekur boltinn inn og Grindavík náði kannski óverðskuldaðri forystu."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Halldór sig meðal annars um rautt spjald sem KV fékk í leiknum.
Athugasemdir























