Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð -„Skagamenn verða að eiga það við sjálfan sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
   fös 16. ágúst 2019 21:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er geggjaður tími til að vera til
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkiskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með góðum 2:0 sigri á botnliði deildarinnar, HK/Víkingi. Cecilía Rán, markmaður Fylkis, var að vonum kát í leikslok.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  2 Fylkir

"Já þetta er bara geggjað, 5 sigrar komnir í röð núna og þetta er bara geggjaður tími til að vera til."

"Mér fannst við ekki byrja það vel, fyrri hálfleikur smá ragur. Við vorum þó allan tímann með leikinn í höndunum og gáfum þeim ekkert mikið af færum á okkur. Svo kláruðum við okkar færi sem er mikilvægt. Það er svo alltaf gaman að halda hreinu en það er bara auka bónus, 3 stig eru aðalatriðið."

Fylkir hefur spilað gríðarlega vel upp á síðkastið og unnið 5 leiki í röð. Afhverju gengur svona vel núna?

"Já við settum okkur aðeins minni og skýrari markmið og þau eru bara að virka 100% á okkur. Nú verðum við bara að halda áfram, það eru fullt af leikjum eftir og nú verðum við að gefa allt í botn."

Næsti leikur Fylkis er gegn toppliði Vals. Hvernig leggst það í liðið?

"Það er alltaf erfitt að mæta þessum tveimur liðum sem eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en við ætlum bara að reyna að hafa áhrif á það hver verður Íslandsmeistari og gefa allt í þann leik. Eins og við sýndum á móti Breiðablik að við getum unnið hvaða leik sem er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner