Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 16. ágúst 2019 21:37
Helga Katrín Jónsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er geggjaður tími til að vera til
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkiskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með góðum 2:0 sigri á botnliði deildarinnar, HK/Víkingi. Cecilía Rán, markmaður Fylkis, var að vonum kát í leikslok.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  2 Fylkir

"Já þetta er bara geggjað, 5 sigrar komnir í röð núna og þetta er bara geggjaður tími til að vera til."

"Mér fannst við ekki byrja það vel, fyrri hálfleikur smá ragur. Við vorum þó allan tímann með leikinn í höndunum og gáfum þeim ekkert mikið af færum á okkur. Svo kláruðum við okkar færi sem er mikilvægt. Það er svo alltaf gaman að halda hreinu en það er bara auka bónus, 3 stig eru aðalatriðið."

Fylkir hefur spilað gríðarlega vel upp á síðkastið og unnið 5 leiki í röð. Afhverju gengur svona vel núna?

"Já við settum okkur aðeins minni og skýrari markmið og þau eru bara að virka 100% á okkur. Nú verðum við bara að halda áfram, það eru fullt af leikjum eftir og nú verðum við að gefa allt í botn."

Næsti leikur Fylkis er gegn toppliði Vals. Hvernig leggst það í liðið?

"Það er alltaf erfitt að mæta þessum tveimur liðum sem eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en við ætlum bara að reyna að hafa áhrif á það hver verður Íslandsmeistari og gefa allt í þann leik. Eins og við sýndum á móti Breiðablik að við getum unnið hvaða leik sem er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir