Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 16. ágúst 2022 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyjakonur ólíkar sjálfum sér - „Hefði getað gert ellefu breytingar"
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var ansi svekktur eftir 5-1 tap gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.

Hann segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks og það séu mikil vonbrigði.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við vorum ekki tilbúnar til að spila. Þetta var algjör 'off' dagur. Þegar litið er á frammistöðuna þá hefði getað gert ellefu breytingar í hálfleik," sagði Jonathan.

„Þetta var ekki það sem ég bjóst við. Þróttur er með sterkt lið og þær eru líkamlega sterkar. Við verðum að vera tilbúnar að spila, en við vorum það ekki í dag. Þetta er alls ekki okkur líkt og ég átta mig ekki alveg á því hvað fór úrskeiðis."

Jonathan ákvað að halda trausti við lið sitt í hálfleik - enda kannski ekki með mestu breiddina - en fékk engin verðlaun fyrir það. Þróttur gerði tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik.

„Þetta var bara heilt yfir mjög lélegt og við verðum að sýna karakter. Við verðum að grafa djúpt og komast aftur á rétta braut."

„Þetta var bara mjög lélegt," sagði Jonathan en allt viðtalið er hér að ofan. ÍBV er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 21 stig úr 13 leikjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner