Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var ansi svekktur eftir 5-1 tap gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.
Hann segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks og það séu mikil vonbrigði.
Hann segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks og það séu mikil vonbrigði.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 - 1 ÍBV
„Við vorum ekki tilbúnar til að spila. Þetta var algjör 'off' dagur. Þegar litið er á frammistöðuna þá hefði getað gert ellefu breytingar í hálfleik," sagði Jonathan.
„Þetta var ekki það sem ég bjóst við. Þróttur er með sterkt lið og þær eru líkamlega sterkar. Við verðum að vera tilbúnar að spila, en við vorum það ekki í dag. Þetta er alls ekki okkur líkt og ég átta mig ekki alveg á því hvað fór úrskeiðis."
Jonathan ákvað að halda trausti við lið sitt í hálfleik - enda kannski ekki með mestu breiddina - en fékk engin verðlaun fyrir það. Þróttur gerði tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik.
„Þetta var bara heilt yfir mjög lélegt og við verðum að sýna karakter. Við verðum að grafa djúpt og komast aftur á rétta braut."
„Þetta var bara mjög lélegt," sagði Jonathan en allt viðtalið er hér að ofan. ÍBV er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 21 stig úr 13 leikjum í sumar.
Athugasemdir