Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   þri 16. ágúst 2022 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyjakonur ólíkar sjálfum sér - „Hefði getað gert ellefu breytingar"
Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var ansi svekktur eftir 5-1 tap gegn Þrótti í Bestu deildinni í kvöld.

Hann segir að sitt lið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks og það séu mikil vonbrigði.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Við vorum ekki tilbúnar til að spila. Þetta var algjör 'off' dagur. Þegar litið er á frammistöðuna þá hefði getað gert ellefu breytingar í hálfleik," sagði Jonathan.

„Þetta var ekki það sem ég bjóst við. Þróttur er með sterkt lið og þær eru líkamlega sterkar. Við verðum að vera tilbúnar að spila, en við vorum það ekki í dag. Þetta er alls ekki okkur líkt og ég átta mig ekki alveg á því hvað fór úrskeiðis."

Jonathan ákvað að halda trausti við lið sitt í hálfleik - enda kannski ekki með mestu breiddina - en fékk engin verðlaun fyrir það. Þróttur gerði tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleik.

„Þetta var bara heilt yfir mjög lélegt og við verðum að sýna karakter. Við verðum að grafa djúpt og komast aftur á rétta braut."

„Þetta var bara mjög lélegt," sagði Jonathan en allt viðtalið er hér að ofan. ÍBV er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 21 stig úr 13 leikjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner