Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 16. september 2019 22:04
Baldvin Már Borgarsson
Skúli klárar ferilinn sem meistari: Kunnum þetta KR-ingar
Skúli Jón í leik með KR.
Skúli Jón í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón var kampakátur að leikslokum eftir 1-0 sigur KR á Val fyrr í kvöld en KR-ingar tryggðu sér sinn 27. Íslandsmeistaratitil með sigrinum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. KR-ingar voru talsvert betri allan leikinn og sýndu það hreinlega að þeir væru besta lið landsins með frammistöðu sinni en sigurinn var síst of stór.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KR

Hversu sætt er það að klára titilinn á Hlíðarenda fyrst þið gerið það ekki heima?

„Það var rosalega sætt að klára þetta núna, það hefði verið erfitt að fara á heimavöll og mæta FH og eiga svo þá mögulega einhvern síðasta leik á móti Breiðablik þannig við ætluðum að koma hérna og klára þetta á okkar eigin forsendum fyrst að tækifærið var til þess.''

Skúli er að leggja skóna á hilluna. Hversu sætt er að enda síðasta tímabilið á titli með uppeldisfélaginu?

„Það er bara það besta sem að gat gerst þannig ég fer rosalega ánægður inn í framtíðina.''

Stuðningsmenn KR voru svakalegir í allt kvöld og stemningin á pöllunum engu lík, hefur Skúli eitthvað að segja við þá?

„Þeir eru bara geggjaðir, þeir voru byrjaðir hérna löngu fyrir leik, við kunnum þetta KR-ingar, að fagna og höfum gert það nokkrum sinnum áður þannig við erum orðnir vanir og þeir eru bara geggjaðir.''
Athugasemdir
banner
banner