Skúli Jón var kampakátur að leikslokum eftir 1-0 sigur KR á Val fyrr í kvöld en KR-ingar tryggðu sér sinn 27. Íslandsmeistaratitil með sigrinum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. KR-ingar voru talsvert betri allan leikinn og sýndu það hreinlega að þeir væru besta lið landsins með frammistöðu sinni en sigurinn var síst of stór.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 KR
Hversu sætt er það að klára titilinn á Hlíðarenda fyrst þið gerið það ekki heima?
„Það var rosalega sætt að klára þetta núna, það hefði verið erfitt að fara á heimavöll og mæta FH og eiga svo þá mögulega einhvern síðasta leik á móti Breiðablik þannig við ætluðum að koma hérna og klára þetta á okkar eigin forsendum fyrst að tækifærið var til þess.''
Skúli er að leggja skóna á hilluna. Hversu sætt er að enda síðasta tímabilið á titli með uppeldisfélaginu?
„Það er bara það besta sem að gat gerst þannig ég fer rosalega ánægður inn í framtíðina.''
Stuðningsmenn KR voru svakalegir í allt kvöld og stemningin á pöllunum engu lík, hefur Skúli eitthvað að segja við þá?
„Þeir eru bara geggjaðir, þeir voru byrjaðir hérna löngu fyrir leik, við kunnum þetta KR-ingar, að fagna og höfum gert það nokkrum sinnum áður þannig við erum orðnir vanir og þeir eru bara geggjaðir.''
Athugasemdir