Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 16. september 2019 22:04
Baldvin Már Borgarsson
Skúli klárar ferilinn sem meistari: Kunnum þetta KR-ingar
Skúli Jón í leik með KR.
Skúli Jón í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón var kampakátur að leikslokum eftir 1-0 sigur KR á Val fyrr í kvöld en KR-ingar tryggðu sér sinn 27. Íslandsmeistaratitil með sigrinum á Hlíðarenda fyrr í kvöld. KR-ingar voru talsvert betri allan leikinn og sýndu það hreinlega að þeir væru besta lið landsins með frammistöðu sinni en sigurinn var síst of stór.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KR

Hversu sætt er það að klára titilinn á Hlíðarenda fyrst þið gerið það ekki heima?

„Það var rosalega sætt að klára þetta núna, það hefði verið erfitt að fara á heimavöll og mæta FH og eiga svo þá mögulega einhvern síðasta leik á móti Breiðablik þannig við ætluðum að koma hérna og klára þetta á okkar eigin forsendum fyrst að tækifærið var til þess.''

Skúli er að leggja skóna á hilluna. Hversu sætt er að enda síðasta tímabilið á titli með uppeldisfélaginu?

„Það er bara það besta sem að gat gerst þannig ég fer rosalega ánægður inn í framtíðina.''

Stuðningsmenn KR voru svakalegir í allt kvöld og stemningin á pöllunum engu lík, hefur Skúli eitthvað að segja við þá?

„Þeir eru bara geggjaðir, þeir voru byrjaðir hérna löngu fyrir leik, við kunnum þetta KR-ingar, að fagna og höfum gert það nokkrum sinnum áður þannig við erum orðnir vanir og þeir eru bara geggjaðir.''
Athugasemdir
banner
banner
banner