Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   mán 16. september 2024 23:14
Sölvi Haraldsson
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta virkilega góð frammistaða, við vorum miskunarlausir og gáfum Fylkismönnum engan frið í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og herjuðum vel á þá.“

„Í seinni hálfleik var það ekki okkar að sækja meira en við refsuðum þeim þegar þeir fóru að opna sig þegar leið á.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir 6-0 sigur á Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Arnar talar um að hungrið í hópnum hafi veirð til staðar fyrir leik og hrósar liðinu mjög vel.

Það var hungur í hópnum fyrir leikinn. Maður finnur það stundum fyrir leiki. Síðan er þessi gulrót fyrir alla í liðinu sem er bikarúrslitaleikurinn. Okkur hefur gengið vel í sumar og undanfarin ár að viðhalda þessu hungri. Menn vita afleiðingarnar ef að þeir eru ekki að spila vel. Ég fann góða stemningu í hópnum sem skilaði sér inn á vellinum.

Niko Hansen fór af velli í hálfleik meiddur.

Hann var ekki tæpur fyrir leik en kannski eru undirlagsbreytingarnar á milli leikja, á tveggja til þriggja daga fresti. Hann fann aðeins til í lærinu en verður vonandi klár í bikarúrslitaleikinn.

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en vegna tæknilega örðugleika er ekki hægt að sjá allt viðtalið sem var tekið upp eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner