Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   fös 16. desember 2022 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jóhannsson: Um leið og hann hringdi var þetta aldrei spurning
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson - Nonni.
Jón Sveinsson - Nonni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir höfðu samband, sýndu mér mikinn áhuga og ég hafði sömuleiðis mikinn áhuga á að ganga til liðs við þeirra," sagði Aron Jóhannsson sem skrifaði undir hjá Fram í lok síðasta mánaðar.

Aron er uppalinn í Haukum en hefur frá árinu 2018 verið í Grindavík.

„Leikstíll liðsins heillar alveg klárlega, mikill og góður sóknarbolti sem ég tel að henti mínum eiginleikum. Nonni þekkir mig ágætlega sem leikmann og um leið og hann hringdi þá var þetta aldrei spurning."

Aron segir að Fram hafi áður sýnt honum áhuga en ekkert hafi orðið úr því á sínum tíma. Hann segir að fleiri félög hafi sýnt sér áhuga. Skiptir það miklu máli í þessari ákvörðun að Fram er í efstu deild?

„Það spilar að sjálfsögðu inn í og skemmir ekki fyrri en ef ég á að súmmera þetta upp er það leikstíll liðsins."

„Ég var búinn að hugsa það í smá tíma að það væri mögulega kominn tími á að spila í efstu deild. Um leið og tímabilið kláraðist þá ákvað ég að taka því rólega, leyfa hlutunum að gerast og ekkert vera flýta mér í að taka neinar ákvarðanir. Síðan endaði þetta svona."


Aron lék einn leik í efstu deild 2010 og var svo með Grindavík í efstu deild tímabilin 2018 og 2019. Frá þeim tímapunkti hefur Grindavík verið í næstefstu deild. Hjá Haukum var hann í sex tímabil í næstefstu deild. Finnst Aroni hann hafa verið of lengi í næstefstu deild?

„Í heildina hef ég kannski spilað alltof mörg tímabil í 1. deild, en ég veit ekki hvað alltof mörg tímabil í 1. deild eru."

Eftir að leikmenn á borð við Óskar Örn Hauksson og Einar Karl Ingvarsson voru orðaðir við Grindavík, kom þá aldrei upp hugsunin að taka eitt ár í viðbót í Grindavík?

„Jú jú að sjálfsögðu, þetta lítur rosalega vel út núna hjá þeim. Komin stór og sömuleiðis skemmtileg nöfn inn í þetta, verða örugglega fleiri. Það kom alveg til greina, ég var aldrei að útiloka neitt í þessu, en leikstílinn hjá Fram og að spila í efstu deild heillaði."

Hjá Fram hittir Aron fyrir þá Guðmund Magnússon og Tiago sem léku með honum hjá Grindavík. „Ég heyrði í þeim og spurði þá aðeins út í þetta og það var ekkert nema gott að segja hjá þeim." Hann hittir þá fyrir Gunnar Gunnarsson en þeir léku saman hjá Haukum.

Er Aron með eitthvað markmið fyrir komandi tímabil?

„Nei, á kannski eftir að leggjast yfir það. Ég þarf að koma mér inn í hlutina, sjá hvernig landið liggur og hvaða markmið maður getur sett sér. Markmiðið verður klárlega að spila sem flestar mínútur og standa mig vel," sagði Aron.

Í viðtalinu ræðir hann meira um sjálfan sig, Grindavík og Fram. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner