
Höttur/Huginn tapaði 5-0 gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í dag. Brynjar Árnason, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Það er svekkjandi að tapa. Við mættum hörkuliði, þetta var erfitt en gaman að máta sig við þá. Þeir skoruðu á fyrsta korterinu og það riðlaði planinu," segir Brynjar.
„Það er svekkjandi að tapa. Við mættum hörkuliði, þetta var erfitt en gaman að máta sig við þá. Þeir skoruðu á fyrsta korterinu og það riðlaði planinu," segir Brynjar.
Lestu um leikinn: Afturelding 5 - 0 Höttur/Huginn
„Við vorum ágætlega skipulagðir í fyrri hálfleik þó við höfum fengið tvö mörk á okkur."
Höttur/Huginn leikur í 2. deildinni og segir Brynjar að það sé spenna fyrir tímabilinu.
„Sumarið leggst vel í mig, við erum komnir í úrslit í Lengjubikarnum og erum loksins komnir með allan hópinn austur. Þetta lítur bara vel út."
Athugasemdir