Dóra María Lárusdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segir tilfinninguna yndislega að liðið sé komið í 8-liða úrslit Evrópumótsins.
,,Þetta er alveg yndislegt, það er ekki hægt að lýsa því mikið betur. Þær eru með ótrúlega skeinuhætta framherja og við lögðum upp með að loka svæðunum fyrir aftan okkur og ekki að hleypa þeim í gegnum okkur og vera mjög þéttar og reyna að sækja hratt, mér fannst það heppnast vel," sagði Dóra.
,,Ég viðurkenni það að maður var alltaf með augun á klukkunni og svona svolítið að bíða eftir að hún myndi flauta þetta af, en þær voru svosem ekkert að skapa mikið, bara óþarfa aukaspyrnur sem við gáfum þeim, en allan tímann öruggt."
,,Hún var frábær, það er fátt sem að lýsir því. Það væri ótrúlega gaman að mæta Svíum sem eru á heimavelli og mér skilst að það sé gríðarleg stemmning á þeim leikjum, þannig já Svíþjóð."
,,SigurWin átti stóran þátt í þessu, við leyfðum honum að sprikla aðeins á vellinum og það gerði gæfumuninn," sagði Dóra María að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























