Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 18. júlí 2014 23:09
Matthías Freyr Matthíasson
Gulli Jóns: Þetta mark er af ódýrara taginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var þungur á brún þegar fréttaritari Fótbolta.net náði af honum tali eftir tapleikinn á móti Selfossi í kvöld en þetta var þriðji tapleikur ÍA í síðustu fjórum leikjum.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 ÍA

,,Ég er langt frá því að vera sáttur. Þetta er mjög slæm uppskera, þrjú stig í fjórum leikjum og ólíkt okkur síðan ég tók við allavegana. Við höfum náð að vinna út úr áföllum og við gerðum það eftir KV leikinn að þá sýndum við virkilegan karakter á móti Haukum en í síðasta leik töpum við heima og komum hingað og ætluðum svo sannarlega að reyna að gera betur og koma til baka en því miður náðum við því ekki.

Leikurinn er nýbyrjaður í seinni hálfleik og við eigum slæma sendingu inn á miðjuna og hann er klókur sóknarmaður Selfyssinga sem sér Árna of framarlega og lætur vaða en þetta mark er af ódýrara taginu, það verður að segjast en það er allur hálfleikurinn eftir og við höfðum nógan tíma og við gerðum ágætis atlögu þrátt fyrir að skapa ekki nógu mörk færi en við fengum þó færi og fengum möguleika en það vantaði kannski aðeins upp á hugarfarið að menn rói allir í sömu átt að ná þessu inn og þessi virkilega barátta sem við þurfum á að halda til að vinna okkur til baka í svona stöðu.

Við gáfum það út fyrir mót, kokhraustir að við ætluðum upp. Við lendum núna í þremur áföllum á stuttum tíma og töpum þremur leikjum og nú reynir bara á hópinn og okkur sem stöndum að hópnum að við komum til baka og koma til baka sem liðsheild og það verður bara að gerast í næstu viku á fimmtudag.

Við verðum að skoða það hvort að við þurfum að bæta í þá liðsheild. Í dag vorum við með Arnar Má og Hall utan hóps meidda og Andri Adolps bætist við þann hóp. Við verðum að sjá hvernig þeir koma til baka og skoða þessi mál í heild. Eins og er að þá erum við bara eins og flest lið að skoða hvaða möguleika við höfum og það verður bara að koma í ljós. "


Nánar er rætt við Gulla í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner