Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   fös 18. júlí 2014 23:09
Matthías Freyr Matthíasson
Gulli Jóns: Þetta mark er af ódýrara taginu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var þungur á brún þegar fréttaritari Fótbolta.net náði af honum tali eftir tapleikinn á móti Selfossi í kvöld en þetta var þriðji tapleikur ÍA í síðustu fjórum leikjum.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  0 ÍA

,,Ég er langt frá því að vera sáttur. Þetta er mjög slæm uppskera, þrjú stig í fjórum leikjum og ólíkt okkur síðan ég tók við allavegana. Við höfum náð að vinna út úr áföllum og við gerðum það eftir KV leikinn að þá sýndum við virkilegan karakter á móti Haukum en í síðasta leik töpum við heima og komum hingað og ætluðum svo sannarlega að reyna að gera betur og koma til baka en því miður náðum við því ekki.

Leikurinn er nýbyrjaður í seinni hálfleik og við eigum slæma sendingu inn á miðjuna og hann er klókur sóknarmaður Selfyssinga sem sér Árna of framarlega og lætur vaða en þetta mark er af ódýrara taginu, það verður að segjast en það er allur hálfleikurinn eftir og við höfðum nógan tíma og við gerðum ágætis atlögu þrátt fyrir að skapa ekki nógu mörk færi en við fengum þó færi og fengum möguleika en það vantaði kannski aðeins upp á hugarfarið að menn rói allir í sömu átt að ná þessu inn og þessi virkilega barátta sem við þurfum á að halda til að vinna okkur til baka í svona stöðu.

Við gáfum það út fyrir mót, kokhraustir að við ætluðum upp. Við lendum núna í þremur áföllum á stuttum tíma og töpum þremur leikjum og nú reynir bara á hópinn og okkur sem stöndum að hópnum að við komum til baka og koma til baka sem liðsheild og það verður bara að gerast í næstu viku á fimmtudag.

Við verðum að skoða það hvort að við þurfum að bæta í þá liðsheild. Í dag vorum við með Arnar Má og Hall utan hóps meidda og Andri Adolps bætist við þann hóp. Við verðum að sjá hvernig þeir koma til baka og skoða þessi mál í heild. Eins og er að þá erum við bara eins og flest lið að skoða hvaða möguleika við höfum og það verður bara að koma í ljós. "


Nánar er rætt við Gulla í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner