Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 18. júlí 2022 23:53
Elvar Geir Magnússon
Tvö móment sem koma upp í hausinn - „Verið einhvern veginn stöngin út á þessu móti"
Icelandair
Agla María Albertsdóttir í leiknum gegn Frökkum
Agla María Albertsdóttir í leiknum gegn Frökkum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir fór aðeins yfir Evrópumótið í viðtali við Fótbolta.net eftir að það varð ljóst að Ísland færi ekki áfram í 8-liða úrslitin, en hún segir að heppnin hafi einfaldlega ekki fallið með liðinu á þessu móti.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Agla var í byrjunarliði Íslands gegn Frökkum í kvöld og náði nokkrum sinnum að skapa hættu fyrir framan mark eins sterkasta landsliðs heims.

Ísland þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli, það þriðja í riðlinum, en Belgía vann á meðan Ítalíu og eru það því Belgar sem fara áfram.

Agla segir að liðið hefði mátt nýta færin betur á mótinu og benti á leikina tvo gegn Belgíu og Ítalíu.

„Það er alveg ömurlegt og hvernig maður horfir í hvernig leikirnir hafa spilast hjá okkur hvað við höfum verið nálægt því að stela þessu í lokin í fyrstu tveimur leikjunum. Í raun var þetta leikur þar sem við erum raunverulega heppnar að fá víti þarna í lokin og jafna leikinn, en þetta hefur einhvern veginn verið stöngin út."

„Að sama skapi hafa verið mjög góðir spilkaflar eins og í þessum leikjum, þannig heilt yfir jákvæð frammistaða. Við verðum að hanga á því og reyna að taka það með okkur í næsta verkefni því það er undankeppni HM næst og það þarf að vera klár í það,"
sagði Agla.

Ísland átti góðan möguleika á að ná í sigur gegn bæði Belgíu og Ítalíu en liðið nýtti ekki færin nægilega vel.

„Það eru tvö móment sem koma upp í hausinn. Það er færið sem við fáum undir lokin gegn Belgíu, sem hefði verið mjög sterkt að klára það þá. Svo fáum við tvö mjög góð færi á móti Ítalíu, kannski Belgía núna þegar maður horfir eftir á. Maður reynir að halda sér ekki þar, en það er mjög súrt."

Stuðningurinn á mótinu hefur verið frábær og hafa stelpurnar reglulega rætt hvað það hefur reynst þeim mikilvægt. Agla þakkaði þeim kærlega fyrir orkuna sem þeir gáfu þeim í leikjunum.

„Sjá þetta vaxa á hverju stórmótinu, þetta er að verða betra og betra. Þetta gefur ógeðslega mikla orku og eins og ég sagði að mig minnir fyrir Ítalíuleikinn að þetta kemur okkur inn í leikina og förum af fullu gasi inn í leikina og það eru allir með okkur í liði og það skiptir ógeðslega miklu máli þannig við erum ótrúlega þakklátar að fólk nenni að koma hingað og fylgjast með okkur."

Markmiðið að skrifa söguna í september

Nú tekur við undankeppni HM í september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli áður en liðið fer í hreinan úrsitaleik gegn Hollandi ytra um öruggt sæti á HM. Liðið sem hafnar í öðru sæti fer í umspil.

„Jú, við getum heldur betur verið að skrifa söguna með því að komast á HM. Steini sagði eftir leik að það væri fullur fókus á það," sagði Agla í lokin.
Athugasemdir