Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, var frábær í 6-2 sigri FH á ÍA nú fyrr í dag. Björn skoraði fjögur mörk og átti frábæran leik.
,,Ég setti fjögur í dag. Þetta var skemmtilegt. Hann var inni og hann flaggaði líka og hann var allan tímann inni," sagði Björn Daníel, eftir 6-2 sigur FH-inga, uppá Skipaskaga. Björn fór á kostum.
,,Við ætluðum að koma og ná í þrjú stig. Við vissum að þetta yrði þvílíkt erfitt. Við lentum í þvílíku basli í byrjun og þeir komast yfir. Svo missa þeir mann útaf og eftir það fannst mér við gera vel og náðum að skora og svona."
FH býður ávallt uppá markaveislur þegar liðið mætir uppá Skaga. Í fyrra unnu þeir 7-2 og í ár 6-2. Björn segir alltaf fjör þegar FH mætir uppá Akranes: ,,Við skoruðum í sjö fyrra og sex í dag. Þegar FH mætir uppá Skaga er alltaf fjör," sagði Björn Daníel.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem Björn talar meðal annars um hvort Atli Viðar hafi reynt að stela sjötta markinu hans Björns, pressuna sem þeir láta á KR og fleira. Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir






















