
„Þetta er mjög svekkjandi og sárt. Við erum búnar að vera ofan á í 90 mínútur, búnar að stjórna leiknum án þess þó að vera hættulegar þó við stjórnuðum leiknum," sagði Bojana Besic, aðstoðarþjálfari Þór/KA eftir svekkjandi tap gegn Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 1 Stjarnan
„Við áttum eina mjög flotta sókn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik svaraði Stjarnan taktíst og lokuðu því svæði sem við fundum fyrir framan vörn Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Við áttum að koma boltanum inn fyrir vörnina, fyrir aftan hana, búa til hættu en það heppnaðist ekki."
„Þetta eru sömu hlutir og vantaði gegn Selfossi. Leikmenn þurfa aðeins að ná að spila saman, þá fara þær að lesa samherjana. Þurfum að ná aðeins meira skipulag fremst í liðinu."
Hversu sárt er að fá á sig mark undir lokin?
„Maður sefur ekki eftir svona leik. Þær stela leiknum. Ég verð að hrósa Stjörnunni. Þær komu taktískt sterkt til leiks, biðu í 90 mínútur og fá þetta tækifæri og skora úr í rauninni sínu eina færi. Fótbolti er bara svona," sagði Bojana.
Bojana var undir lok viðtals spurð út í innkomu Örnu Sifjar í lið Þór/KA og innkomu sína í leik með Hömrunum í vikunni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir