Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 19. maí 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik tók á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í dag á Kópavogsvelli og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn var daufur en komu Tindastólskonur á óvart eins og oft áður. Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna.

„Fyrst og fremst, alltaf súrt að tapa. Hins vegar er ég ofboðslega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn sérstaklega. Við vorum að stríða þeim og með örlítilli heppni hefðum við getað komist yfir í fyrri hálfleik. En að sama skapi vissum við að við værum að mæta ofboðslega góðu liði íslandsmeistara Breiðabliks og mér fannst að halda þeim í 1-0 og vera alveg í leiknum pínu súrt að pota ekki inn einu marki."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins og fannst Guðna sitt lið hafa átt skilið að fá meira úr þessum leik.

„Mér fannst þetta vera hetjuleg frammistaða frá mínu liði. Ég er ofboðslega ánægður með baráttuna sem við komum með inn í leikinn og að halda markinu hreinu. Við vissum að þær yrðu meira með boltann, við ætluðum að breika hratt á þeim og við fengum ágætis sénsa úr því en ég held að það sé ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu á móti nýliðum."

Liðin tvö voru dregin gegn hvor öðru í Mjólkurbikarnum þessa dagana og fer sá leikur fram 31. maí. Tindastóll ætlar sér þar að hefna fyrir tapið í dag.

„Hiklaust, við ætlum að mæta dýrvitlausar í þann leik eins og alla aðra leiki og reyna að stríða þeim aftur og reynum að fá eitthvað úr úr þeim leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir