Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 19. maí 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik tók á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í dag á Kópavogsvelli og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn var daufur en komu Tindastólskonur á óvart eins og oft áður. Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna.

„Fyrst og fremst, alltaf súrt að tapa. Hins vegar er ég ofboðslega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn sérstaklega. Við vorum að stríða þeim og með örlítilli heppni hefðum við getað komist yfir í fyrri hálfleik. En að sama skapi vissum við að við værum að mæta ofboðslega góðu liði íslandsmeistara Breiðabliks og mér fannst að halda þeim í 1-0 og vera alveg í leiknum pínu súrt að pota ekki inn einu marki."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins og fannst Guðna sitt lið hafa átt skilið að fá meira úr þessum leik.

„Mér fannst þetta vera hetjuleg frammistaða frá mínu liði. Ég er ofboðslega ánægður með baráttuna sem við komum með inn í leikinn og að halda markinu hreinu. Við vissum að þær yrðu meira með boltann, við ætluðum að breika hratt á þeim og við fengum ágætis sénsa úr því en ég held að það sé ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu á móti nýliðum."

Liðin tvö voru dregin gegn hvor öðru í Mjólkurbikarnum þessa dagana og fer sá leikur fram 31. maí. Tindastóll ætlar sér þar að hefna fyrir tapið í dag.

„Hiklaust, við ætlum að mæta dýrvitlausar í þann leik eins og alla aðra leiki og reyna að stríða þeim aftur og reynum að fá eitthvað úr úr þeim leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner