Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   mið 19. maí 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik tók á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í dag á Kópavogsvelli og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn var daufur en komu Tindastólskonur á óvart eins og oft áður. Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna.

„Fyrst og fremst, alltaf súrt að tapa. Hins vegar er ég ofboðslega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn sérstaklega. Við vorum að stríða þeim og með örlítilli heppni hefðum við getað komist yfir í fyrri hálfleik. En að sama skapi vissum við að við værum að mæta ofboðslega góðu liði íslandsmeistara Breiðabliks og mér fannst að halda þeim í 1-0 og vera alveg í leiknum pínu súrt að pota ekki inn einu marki."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins og fannst Guðna sitt lið hafa átt skilið að fá meira úr þessum leik.

„Mér fannst þetta vera hetjuleg frammistaða frá mínu liði. Ég er ofboðslega ánægður með baráttuna sem við komum með inn í leikinn og að halda markinu hreinu. Við vissum að þær yrðu meira með boltann, við ætluðum að breika hratt á þeim og við fengum ágætis sénsa úr því en ég held að það sé ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu á móti nýliðum."

Liðin tvö voru dregin gegn hvor öðru í Mjólkurbikarnum þessa dagana og fer sá leikur fram 31. maí. Tindastóll ætlar sér þar að hefna fyrir tapið í dag.

„Hiklaust, við ætlum að mæta dýrvitlausar í þann leik eins og alla aðra leiki og reyna að stríða þeim aftur og reynum að fá eitthvað úr úr þeim leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner