Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mið 19. maí 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik tók á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í dag á Kópavogsvelli og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn var daufur en komu Tindastólskonur á óvart eins og oft áður. Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna.

„Fyrst og fremst, alltaf súrt að tapa. Hins vegar er ég ofboðslega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn sérstaklega. Við vorum að stríða þeim og með örlítilli heppni hefðum við getað komist yfir í fyrri hálfleik. En að sama skapi vissum við að við værum að mæta ofboðslega góðu liði íslandsmeistara Breiðabliks og mér fannst að halda þeim í 1-0 og vera alveg í leiknum pínu súrt að pota ekki inn einu marki."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins og fannst Guðna sitt lið hafa átt skilið að fá meira úr þessum leik.

„Mér fannst þetta vera hetjuleg frammistaða frá mínu liði. Ég er ofboðslega ánægður með baráttuna sem við komum með inn í leikinn og að halda markinu hreinu. Við vissum að þær yrðu meira með boltann, við ætluðum að breika hratt á þeim og við fengum ágætis sénsa úr því en ég held að það sé ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu á móti nýliðum."

Liðin tvö voru dregin gegn hvor öðru í Mjólkurbikarnum þessa dagana og fer sá leikur fram 31. maí. Tindastóll ætlar sér þar að hefna fyrir tapið í dag.

„Hiklaust, við ætlum að mæta dýrvitlausar í þann leik eins og alla aðra leiki og reyna að stríða þeim aftur og reynum að fá eitthvað úr úr þeim leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner