Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 19. maí 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Guðni Þór: Ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu
Kvenaboltinn
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breiðablik tók á móti Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í dag á Kópavogsvelli og sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn var daufur en komu Tindastólskonur á óvart eins og oft áður. Guðni Þór Einarsson þjálfari Tindastóls var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna.

„Fyrst og fremst, alltaf súrt að tapa. Hins vegar er ég ofboðslega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn sérstaklega. Við vorum að stríða þeim og með örlítilli heppni hefðum við getað komist yfir í fyrri hálfleik. En að sama skapi vissum við að við værum að mæta ofboðslega góðu liði íslandsmeistara Breiðabliks og mér fannst að halda þeim í 1-0 og vera alveg í leiknum pínu súrt að pota ekki inn einu marki."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Tindastóll

Tiffany McCarty skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu leiksins og fannst Guðna sitt lið hafa átt skilið að fá meira úr þessum leik.

„Mér fannst þetta vera hetjuleg frammistaða frá mínu liði. Ég er ofboðslega ánægður með baráttuna sem við komum með inn í leikinn og að halda markinu hreinu. Við vissum að þær yrðu meira með boltann, við ætluðum að breika hratt á þeim og við fengum ágætis sénsa úr því en ég held að það sé ekki oft sem Breiðablik er að tefja á 90. mínútu á móti nýliðum."

Liðin tvö voru dregin gegn hvor öðru í Mjólkurbikarnum þessa dagana og fer sá leikur fram 31. maí. Tindastóll ætlar sér þar að hefna fyrir tapið í dag.

„Hiklaust, við ætlum að mæta dýrvitlausar í þann leik eins og alla aðra leiki og reyna að stríða þeim aftur og reynum að fá eitthvað úr úr þeim leik."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner