Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 19. maí 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kárason spáir í leiki helgarinnar í enska
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Mynd: Mummi Lú
'Vona svo að Harry Kane gefist upp á þessu og komi í United'
'Vona svo að Harry Kane gefist upp á þessu og komi í United'
Mynd: Getty Images
'Ekki nema hann taki Eið Aron til fyrirmyndar og snappi bara og sendi einhvern þvert yfir moldarbeðið'
'Ekki nema hann taki Eið Aron til fyrirmyndar og snappi bara og sendi einhvern þvert yfir moldarbeðið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sterling þegar Haaland skorar.
Sterling þegar Haaland skorar.
Mynd: Getty Images
Haaland.
Haaland.
Mynd: EPA
Úrslitaeinvígið í Olís-deild karla í handbolta hefst á morgun þegar Haukar heimsækja Vestmannaeyjar. Í liði ÍBV er hægri skyttan Rúnar Kárason og er hann spámaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Umferðin hefst í hádeginu á morgun og lýkur á mánudagskvöld. Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð, þar af tvo leiki hárrétt.

Svona spáir Rúnar leikjunum:

Tottenham 0 - 2 Brentford (á morgun 11:30)
Virkilega ósannfærandi formið á Tottenham undanfarið á meðan að Brentford hefur sótt 10 stig í síðustu fimm leikjum. Vona svo að Harry Kane gefist upp á þessu og komi í United.

Bournemouth 1 - 3 Manchester United (á morgun 14:00)
Man U þarf að fylgja eftir góðum sigri og negla þennan ásamt því að styrkja sig í Champara baráttunni, ekki beint verið í toppformi upp á síðkastið bæði lið og United mun nýta sér veikari andstæðing til að sækja orku í lokabaráttuna.

Fulham 5 - 4 Crystal Palace (á morgun 14:00)
Ég veit ekki afhverju en ég og Siddi vinur minn erum alveg sammála um þessi úrslit. Galopinn skemmtilegur leikur framundan.

Liverpool 2 - 2 Aston Villa (á morgun 14:00)
Liverpool verið í þrusu formi en lenda á vegg, því miður. Hefur ekkert með persónulegar skoðanir spámanns að gera.

Wolves 1 - 1 Everton (á morgun 14:00)
Lítið að frétta undanfarið hjá þessum liðum og þeir sem munu horfa á þennan leik munu annað hvort drekka samviskubitið frá sér eða bara vera með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki eytt tíma með krökkunum eða lagað bankið í ofnunum á meðan leik stóð.

Nottingham Forest 1 - 4 Arsenal (á morgun 16:30)
Held það komi einhver eldmóður í Nallarana fyrst að pressan er farin. Helvíti þétt tímabil hjá þeim, en það er öllum drullusama um hver lendir í 2. eða 3. sæti.

West Ham 0 - 1 Leeds (á sunnudag 12:30)
Leeds eru að berjast fyrir lífin sínu á meðan að Hamrarnir eru bara að fá sér skítkaldann inni í klefa og í raun slétt sama um þessa deild, eru með hugann við Conference League.

Brighton 3 - 0 Southampton (á sunnudag 13:00)
Rune mágur minn verður ekki ánægður með þetta, en það stendur bara ekki steinn yfir steini hjá Southampton, eru alger hörmung.

Man City 5 - 0 Chelsea (á sunnudag 15:000)
City eru á rönni og ætla bara að klára þetta með stæl, sjálfstraustið í botni. Haaland rústar markametinu og Sterling verður með einhvern vonleysis svip þarna og fær liklegast tvö gul fyrir pirringsbrot. Ekki nema hann taki Eið Aron til fyrirmyndar og snappi bara og sendi einhvern þvert yfir moldarbeðið.

Newcastle - Leicester (á mánudag 19:00)
Ég hef það á tilfinningunni að þessi leikur fari fram síðar.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Höddi Magg - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Ásgeir Sigurgeirs - 4 réttir
Stefán Ingi Sigurðarson - 4 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Hallur Flosason - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Birkir Már Sævarsson - 2 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Þjálfaraaugað sá fegurðina í sigri City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
3 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
4 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 23 -2 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 28 40 -12 15
18 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner