Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 25. apríl 2023 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjammi spáir í leiki vikunnar í enska boltanum
Hjammi og Helgi Jean eru saman með podcastið 'Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars'.
Hjammi og Helgi Jean eru saman með podcastið 'Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars'.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáir því að Grealish skori í stórleiknum.
Spáir því að Grealish skori í stórleiknum.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Tottenham gegn Man Utd?
Hvað gerir Tottenham gegn Man Utd?
Mynd: Getty Images
Skorar Maddison sigurmarkið?
Skorar Maddison sigurmarkið?
Mynd: Getty Images
Það er heil umferð spiluð í ensku úrvalsdeildinni í þessari viku. Leikur Wolves og Crystal Palace er nýhafinn en það eru svo tveir aðrir leikir í kvöld. Einnig er spilað á miðvikudag og fimmtudag.

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson spáir í leikina en hann er mikill stuðningsmaður Tottenham. Það gengur því miður ekkert ekkert sérlega vel hjá hans mönnum þessa dagana en Hjammi lætur það ekkert stoppa stuðið hjá sér. Hann er með hlaðvarpið Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars og er það í fullum gangi núna, en það er hægt að nálgast það á öllum hlaðvarpsveitum.

Wolves 4 - 1 Crystal Palace (18:30 í kvöld)
Úlfarnir bíta Palace sem eru sloppnir og komnir í sumarfrí.

Aston Villa 3 - 0 Fulham (18:45 í kvöld)
Villi úr Steve Dagskrá vill sigur frá Villa og fær það. Fulham er sprungnir en geta borið höfuð hátt.

Leeds 2 - 3 Leicester (19:00 í kvöld)
Leeds er á downspiral og þetta verður ljótt og svekkjandi sigurmark frá Maddison á 88 mín.

Nottingham Forest 1 - 1 Brighton (18:30 á morgun)
Nottingham Forest mæta svekktum Brighton mönnum - semi final í Fa Cup situr í þeim. Bæði mörk skoruð í fyrri hálfleik.

Chelsea 2 - 0 Brentford (18:45 á morgun)
Chelsea vaknar loksins en alltof seint en Brentford eins og Fulham eru hættir í bili, koma sterkir á næsta ári til baka en falla sennilega samt þá.

West Ham 0 - 2 Liverpool (18:45 á morgun)
West Ham í ham en dugar ekki gegn Liverpool sem hafa lesið og lært premier league handritið. Risa sigur og skref í átt að fjórða sæti.

Man City 3 - 1 Arsenal (19:00 á morgun)
Grealish klárar Arsenal, rautt spjald og slatti af gulum!

Everton 1 - 1 Newcastle (18:45 á fimmtudag)
Everton - Newcastle verður mest svekkjandi leikurinn, byrjar vel en fjarar út.

Southampton 2 - 1 Bournemouth (18:45 á fimmtudag)
Sputhampton er með betra lið en Bournmouth. Fylgist með Paul Onuachu! Tvenna frá honum.Eina.

Tottenham 2 - 2 Man Utd (19:15 á fimmtudag)
Leikmenn Tottenham mæta eldrauðir í framan og skammast sín, dugar til jafnteflis í dag. Báðir Harryar skora fyrir sín lið.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Birkir Már Sævarsson - 2 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Hallur Flosason - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Sálfræðihernaður, titilbaráttan og bless Stellini
Athugasemdir
banner
banner