Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 19. ágúst 2014 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Freyr: Þjóðin getur tekið þátt í leiknum
Kvenaboltinn
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér skylst að veðrið eigi að vera frábært út vikuna og við verðum að njóta þess á meðan við getum. Það styttist óðum í haustlægðirnar," sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Dönum á fimmtudaginn í undankeppni HM á Laugardalsvellinum.

,,Leikmennirnir eru í fínu standi. Það eru fimm leikmenn sem spila erlendis og þær voru að spila á laugardaginn flestar. Svolítið þreyttar í gær og á sunnudaginn en það var vitað mál," sagði Freyr en óvenju fáir leikmenn eru í landsliðshópnum að þessu sinni sem leika erlendis.

,,Ég hef ekki kafað í það síðan hvenær það voru svona fáir leikmenn að spila úti en það er líklega komin 7-8 ár síðan. Það er þróunin og hún getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Ég fæ ekkert útúr því að líta á það neikvæðum augum. Ég sé að stelpurnar sem eru að spila hérna heima eru í hörku standi og með mikið sjálfstraust og við lítum vel út," sagði Freyr.

Síðustu ár hefur af og til dottið inn skemmtilegar auglýsingar með íslenska landsliðinu, þá aðallega ljósmyndir sem vakið hafa athygli.

,,Það verður engin herferð. Við óskum eftir því að fólk komi á völlinn og taki þátt í leiknum með okkur. Við erum að fara fá frábæran leik, Danir eru með mjög skemmtilegt fótboltalið og við einnig. Þjóðin getur komið og tekið þátt í leiknum með okkur," sagði Freyr en leikurinn hefst klukkan 19:30 og vonandi að sem flestir láti sjá sig á vellinum og hvetji stelpurnar áfram í baráttunni um laust sæti á HM.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner