Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   sun 19. nóvember 2023 23:50
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið úr þessum leik. Við vörðumst vel en það eru enn smáatriði sem við þurfum að laga og getum gert enn betur. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum byggt á," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal.

„Næsta skref er að skora mörk, við fáum fín færi og næsta skref er að setja alvöru frammistöður saman."

Jói segir það svekkjandi að hafa fengið á sig fyrra markið, þá var íslenska liðið greinilega byrjað að fara í taugarnar á því portúgalska og hefði verið sterkt að ná að halda andstæðingnum í núllinu til hálfleiks.

„Já mjög pirrandi. Bruno nær frábæru skoti en þetta eru þessi smáatriði í fótbolta sem við þurfum að laga ennþá."

Það var spilað á mörgum leikmönnum í þessum glugga og samkeppnin fyrir marsverkefnið er mikil.

„Margir komu inn og spiluðu gríðarlega vel. Við erum með breiðan og góðan hóp. Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota, hún virkaði vel í þessum leik og í sumarglugganum. Við erum þéttir til baka og við vitum að við erum ekki að fara að halda boltanum allan leikinn. Þegar við fáum boltann verðum við að vera með sjálfstraust á boltanum. Við þurfum að verjast sem lið og við gerðum það í dag."

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um stöðu Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner