Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 19. nóvember 2023 23:50
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið úr þessum leik. Við vörðumst vel en það eru enn smáatriði sem við þurfum að laga og getum gert enn betur. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum byggt á," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal.

„Næsta skref er að skora mörk, við fáum fín færi og næsta skref er að setja alvöru frammistöður saman."

Jói segir það svekkjandi að hafa fengið á sig fyrra markið, þá var íslenska liðið greinilega byrjað að fara í taugarnar á því portúgalska og hefði verið sterkt að ná að halda andstæðingnum í núllinu til hálfleiks.

„Já mjög pirrandi. Bruno nær frábæru skoti en þetta eru þessi smáatriði í fótbolta sem við þurfum að laga ennþá."

Það var spilað á mörgum leikmönnum í þessum glugga og samkeppnin fyrir marsverkefnið er mikil.

„Margir komu inn og spiluðu gríðarlega vel. Við erum með breiðan og góðan hóp. Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota, hún virkaði vel í þessum leik og í sumarglugganum. Við erum þéttir til baka og við vitum að við erum ekki að fara að halda boltanum allan leikinn. Þegar við fáum boltann verðum við að vera með sjálfstraust á boltanum. Við þurfum að verjast sem lið og við gerðum það í dag."

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um stöðu Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner