„Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið úr þessum leik. Við vörðumst vel en það eru enn smáatriði sem við þurfum að laga og getum gert enn betur. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum byggt á," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal.
„Næsta skref er að skora mörk, við fáum fín færi og næsta skref er að setja alvöru frammistöður saman."
Jói segir það svekkjandi að hafa fengið á sig fyrra markið, þá var íslenska liðið greinilega byrjað að fara í taugarnar á því portúgalska og hefði verið sterkt að ná að halda andstæðingnum í núllinu til hálfleiks.
„Já mjög pirrandi. Bruno nær frábæru skoti en þetta eru þessi smáatriði í fótbolta sem við þurfum að laga ennþá."
Það var spilað á mörgum leikmönnum í þessum glugga og samkeppnin fyrir marsverkefnið er mikil.
„Margir komu inn og spiluðu gríðarlega vel. Við erum með breiðan og góðan hóp. Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota, hún virkaði vel í þessum leik og í sumarglugganum. Við erum þéttir til baka og við vitum að við erum ekki að fara að halda boltanum allan leikinn. Þegar við fáum boltann verðum við að vera með sjálfstraust á boltanum. Við þurfum að verjast sem lið og við gerðum það í dag."
Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um stöðu Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir