Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 19. nóvember 2023 23:50
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið úr þessum leik. Við vörðumst vel en það eru enn smáatriði sem við þurfum að laga og getum gert enn betur. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum byggt á," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal.

„Næsta skref er að skora mörk, við fáum fín færi og næsta skref er að setja alvöru frammistöður saman."

Jói segir það svekkjandi að hafa fengið á sig fyrra markið, þá var íslenska liðið greinilega byrjað að fara í taugarnar á því portúgalska og hefði verið sterkt að ná að halda andstæðingnum í núllinu til hálfleiks.

„Já mjög pirrandi. Bruno nær frábæru skoti en þetta eru þessi smáatriði í fótbolta sem við þurfum að laga ennþá."

Það var spilað á mörgum leikmönnum í þessum glugga og samkeppnin fyrir marsverkefnið er mikil.

„Margir komu inn og spiluðu gríðarlega vel. Við erum með breiðan og góðan hóp. Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota, hún virkaði vel í þessum leik og í sumarglugganum. Við erum þéttir til baka og við vitum að við erum ekki að fara að halda boltanum allan leikinn. Þegar við fáum boltann verðum við að vera með sjálfstraust á boltanum. Við þurfum að verjast sem lið og við gerðum það í dag."

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um stöðu Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir