Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 19. nóvember 2023 23:50
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið úr þessum leik. Við vörðumst vel en það eru enn smáatriði sem við þurfum að laga og getum gert enn betur. Það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum byggt á," sagði Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands í leiknum gegn Portúgal.

„Næsta skref er að skora mörk, við fáum fín færi og næsta skref er að setja alvöru frammistöður saman."

Jói segir það svekkjandi að hafa fengið á sig fyrra markið, þá var íslenska liðið greinilega byrjað að fara í taugarnar á því portúgalska og hefði verið sterkt að ná að halda andstæðingnum í núllinu til hálfleiks.

„Já mjög pirrandi. Bruno nær frábæru skoti en þetta eru þessi smáatriði í fótbolta sem við þurfum að laga ennþá."

Það var spilað á mörgum leikmönnum í þessum glugga og samkeppnin fyrir marsverkefnið er mikil.

„Margir komu inn og spiluðu gríðarlega vel. Við erum með breiðan og góðan hóp. Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota, hún virkaði vel í þessum leik og í sumarglugganum. Við erum þéttir til baka og við vitum að við erum ekki að fara að halda boltanum allan leikinn. Þegar við fáum boltann verðum við að vera með sjálfstraust á boltanum. Við þurfum að verjast sem lið og við gerðum það í dag."

Í viðtalinu ræðir Jóhann einnig um stöðu Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir