Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 20. apríl 2023 16:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Vorum svona að láta okkur dreyma um að fá eitthvað úr Bestu
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Njarðvík hafði betur gegn sterkum Austfirðingum er liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Gestirnir úr KFA komu skemmtilega á óvart. Þeir voru sterkir á útivelli og óheppnir að taka ekki forystuna í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndu Njarðvíkingar gæði sín og uppskáru af lokum sigur gegn góðu KFA liði.


Lestu um leikinn: Njarðvík 4 -  1 KFA

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og við ætluðum okkur áfram. Við vissum að þetta yrði alvöru slagur og fyrri hálfleikur svona á móti vindinum og svo fannst mér við bara herða tökin jafnt og þétt og hafa mjög góða stjórn á þessu." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Njarðvíkingar byrjuðu frekar hægt í leiknum og má segja að KFA hafi verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar tóku svo öll völd í þeim síðari.

„Það sem gerðist í fyrri hálfleiknum var það að við áttum alveg frábæra æfingu í gær og vorum alveg fljúgandi og menn langaði svo mikið að framlengja þeim góða fótbolta sem þeir voru að spila og þeir voru að svekkja sig á því hvað þetta var erfitt á móti vindinum og hvað þeir náðu ekki að sýna það sem þá langaði að sýna og við náðum að sturta þeim vonbrigðum niður og einbeita okkur af því að þetta yrði ekki dagurinn sem við myndum spila okkar besta fótbolta en við gætum gert talsvert betur ef við hættum að svekkja okkur svona mikið á því að ekki allt væri að ganga."

Njarðvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og vonast Arnar til þess að fá Bestu deildarlið. 

„Miðað við stígandan hvernig þetta hefur verið með dráttinn hjá okkur til þessa þá fáum við sennilega Lengjudeildarlið en við vorum svona að láta okkur dreyma um að fá eitthvað úr Bestu deildinni og við verðum bara að sjá hvort það rætist."


Athugasemdir
banner