Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 20. júní 2024 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Lengjudeildin
Bragi Karl Bjarkason.
Bragi Karl Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjað. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem við fáum," sagði Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í Lengjudeildinni.

Bragi skoraði sigurmörkin í leiknum en leikmenn ÍR fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. „Við erum ekki búnir að vera eins góðir og við hefðum viljað vera í sumar, en þeir hafa alltaf verið til staðar og það er geggjað. Það eru að myndast undir Ghetto Hooligans sem er geggjað að sjá."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Þetta var fyrsti sigur ÍR frá því í fyrstu umferð gegn Keflavík, en hvað skóp þennan sigur?

„Ég held að það hafi verið baráttan. Við vorum lélegir í baráttunni í síðasta leik gegn Njarðvík en við vorum 'on' í því í dag. Mér fannst við vera betri."

Bragi, sem var markakóngur í 2. deild í fyrra, steig upp á stóru augnablikunum í þessum leik. Hann er að finna sig vel í Lengjudeildinni og er núna búinn að gera fimm mörk í átta leikjum.

„Grasið var erfitt og blautt. Ég náði að skora tvö í lokin sem var geggjað. Það er gaman að komast á blað aftur. Þetta er krefjandi deild og miklu erfiðara en við vorum að gera í fyrra. Mér finnst ég hafa náð að gera mína hluti. Ég er kominn með nokkur mörk sem er geggjað."

Bragi skoraði 21 mark í 22 leikjum í 2. deild í fyrra.

„Ég sagði fyrir tímabilið að mig langaði að skora tíu. Ég sagði það líka í fyrra. Það kemur í ljós hvað gerist. Ég náði því snemma í fyrra og vonandi næ ég því sem fyrst aftur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Bragi er spenntur fyrir framhaldinu.
Athugasemdir
banner