Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
banner
   fim 20. júní 2024 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Lengjudeildin
Bragi Karl Bjarkason.
Bragi Karl Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjað. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem við fáum," sagði Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í Lengjudeildinni.

Bragi skoraði sigurmörkin í leiknum en leikmenn ÍR fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. „Við erum ekki búnir að vera eins góðir og við hefðum viljað vera í sumar, en þeir hafa alltaf verið til staðar og það er geggjað. Það eru að myndast undir Ghetto Hooligans sem er geggjað að sjá."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Þetta var fyrsti sigur ÍR frá því í fyrstu umferð gegn Keflavík, en hvað skóp þennan sigur?

„Ég held að það hafi verið baráttan. Við vorum lélegir í baráttunni í síðasta leik gegn Njarðvík en við vorum 'on' í því í dag. Mér fannst við vera betri."

Bragi, sem var markakóngur í 2. deild í fyrra, steig upp á stóru augnablikunum í þessum leik. Hann er að finna sig vel í Lengjudeildinni og er núna búinn að gera fimm mörk í átta leikjum.

„Grasið var erfitt og blautt. Ég náði að skora tvö í lokin sem var geggjað. Það er gaman að komast á blað aftur. Þetta er krefjandi deild og miklu erfiðara en við vorum að gera í fyrra. Mér finnst ég hafa náð að gera mína hluti. Ég er kominn með nokkur mörk sem er geggjað."

Bragi skoraði 21 mark í 22 leikjum í 2. deild í fyrra.

„Ég sagði fyrir tímabilið að mig langaði að skora tíu. Ég sagði það líka í fyrra. Það kemur í ljós hvað gerist. Ég náði því snemma í fyrra og vonandi næ ég því sem fyrst aftur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Bragi er spenntur fyrir framhaldinu.
Athugasemdir
banner
banner