Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
   fim 20. júní 2024 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Lengjudeildin
Bragi Karl Bjarkason.
Bragi Karl Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjað. Þetta er ómetanlegur stuðningur sem við fáum," sagði Bragi Karl Bjarkason, leikmaður ÍR, eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í Lengjudeildinni.

Bragi skoraði sigurmörkin í leiknum en leikmenn ÍR fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. „Við erum ekki búnir að vera eins góðir og við hefðum viljað vera í sumar, en þeir hafa alltaf verið til staðar og það er geggjað. Það eru að myndast undir Ghetto Hooligans sem er geggjað að sjá."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Þetta var fyrsti sigur ÍR frá því í fyrstu umferð gegn Keflavík, en hvað skóp þennan sigur?

„Ég held að það hafi verið baráttan. Við vorum lélegir í baráttunni í síðasta leik gegn Njarðvík en við vorum 'on' í því í dag. Mér fannst við vera betri."

Bragi, sem var markakóngur í 2. deild í fyrra, steig upp á stóru augnablikunum í þessum leik. Hann er að finna sig vel í Lengjudeildinni og er núna búinn að gera fimm mörk í átta leikjum.

„Grasið var erfitt og blautt. Ég náði að skora tvö í lokin sem var geggjað. Það er gaman að komast á blað aftur. Þetta er krefjandi deild og miklu erfiðara en við vorum að gera í fyrra. Mér finnst ég hafa náð að gera mína hluti. Ég er kominn með nokkur mörk sem er geggjað."

Bragi skoraði 21 mark í 22 leikjum í 2. deild í fyrra.

„Ég sagði fyrir tímabilið að mig langaði að skora tíu. Ég sagði það líka í fyrra. Það kemur í ljós hvað gerist. Ég náði því snemma í fyrra og vonandi næ ég því sem fyrst aftur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Bragi er spenntur fyrir framhaldinu.
Athugasemdir
banner
banner