Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
   fös 21. maí 2021 22:02
Hafliði Breiðfjörð
Orri Hjaltalín: Alltof margir leikmenn úti á þekju
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við fengum bara í andlitið það sem við áttum skilið. Þetta var gjörólíkt Þórslið miðað við hina tvo leikina sem við höfum séð í sumar, því miður," sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs eftir 4 - 1 tap úti gegn Fram í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Þór

„Við höfum oft átt í ströggli í Reykjavík í gegnum tíðina og andlega voru alltof margir leikmenn hjá mér úti á þekju. Við hálfbrotnuðum í fyrri hálfleik og fengum á okkur tvö ódýr mörk. Eftir það var leikurinn bara búinn."

Heyra mátti á Frömurum að þeir hafi búist við meiri látum í Þórsliðinu í dag en það hafi aldrei orðið neitt úr því.

„Orkan sem við lögðum í síðasta leik miðað við orkuna sem við lögðum í þennan leik er eins og svart og hvítt. Það er eitthvað sem við þjálfararnir þurfum að skoða. Hvað við gerðum öðruvísi fyrir þenna leik en Grindavíkurleikinn. Það vantaði svakalega mikið í dag."

Nánar er rætt við Orra í sjónvarpinu að ofan. Hann segir þar frá því afhverju gengur illa í Reykjavík, að flugi liðsins í leikinn hafi verið aflýst og markmið sumarsins.
Athugasemdir
banner
banner