Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui: Óviðunandi varnarleikur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui þjálfari West Ham svaraði spurningum eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Lopetegui var ósáttur að leikslokum og segist skilja gremju stuðningsfólks sem baulaði á leikmenn og yfirgaf leikvanginn löngu fyrir lokaflautið.

„Við erum mjög svekktir með þetta tap, við bárum miklar vonir til þessa leiks. Við unnum mikla undirbúningsvinnu og töpum svo leiknum á svona ótrúlega slakan hátt. Við gáfum þeim tvö mörk snemma leiks þar sem varnarleikurinn var algjörlega óviðunandi," sagði Lopetegui.

„Það er eðlilegt að stuðningsfólk hafi baulað á okkur, það er þeirra réttur. Ef við viljum breyta þessu þá þurfum við að gera betur, það er ekki flóknara en það. Við verðum að bæta okkur en sem betur fer er tímabilið bara nýbyrjað. Við höfum mikinn tíma til að bæta okkar leik.

„Við spiluðum þó vel á köflum í dag. Við vorum meira með boltann og fengum góð færi, en það eru mörkin sem telja."


Fótboltasérfræðingurinn Michael Dawson, fyrrum varnarmaður Tottenham og enska landsliðsins, tjáði sig um varnarleik West Ham í beinni útsendingu hjá Sky Sports.

„West Ham slökkti bara á sér. Svona varnarleikur ætti að vera ólöglegur. Þeir voru óöruggir allan leikinn og hefðu getað fengið sex eða sjö mörk á sig. Þetta er mjög vandræðalegt fyrir þá."
Athugasemdir
banner
banner