Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð Snær tók þátt í stórsigri - Davíð Kristján í toppbaráttu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það voru þónokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu.

Birkir Bjarnason kom inn af bekknum í 2-1 tapi Brescia gegn Pisa í ítölsku B-deildinni.

Pisa trónir þar á toppinum með 14 stig eftir 6 umferðir en Brescia er í fjórða sæti með 9 stig.

Davíð Snær Jóhannsson kom svo inn af bekknum í stórsigri Ålesund gegn Kongsvinger í næstefstu deild norska boltans.

Ålesund vann 1-5 sigur á útivelli og er þetta gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. Davíð og félagar eru núna þremur stigum frá fallsæti, með 25 stig eftir 23 umferðir.

Kongsvinger er í umspilsbaráttu um sæti í efstu deild og kemur þetta óvænta tap á heimavelli sér afar illa fyrir félagið.

Í fjórðu efstu deild enska boltans var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem lagði Bromley að velli með einu marki gegn engu.

Grimsby er um miðja deild eftir þennan sigur, með níu stig eftir sjö fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Hákon Arnar Haraldsson var þá ekki í leikmannahópi Lille sem gerði 3-3 jafntefli á heimavelli gegn Strasbourg í efstu deild franska boltans. Hinn eftirsótti Jonathan David skoraði jöfnunarmark Lille úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins.

Hákon er að glíma við meiðsli og var því ekki með í dag, en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu á upphafi tímabils. Lille er komið með sjö stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýrri leiktíð.

Fyrr í dag unnu Davíð Kristján Ólafsson og félagar í liði Cracovia góðan sigur á útivelli í efstu deild pólska boltans. Davíð byrjaði á bekknum en spilaði allan seinni hálfleikinn.

Cracovia hefur farið afar vel af stað og er í öðru sæti deildarinnar, með 19 stig eftir 9 umferðir.

Í þriðju efstu deild danska boltans tapaði AB Kaupmannahöfn heimaleik gegn Skive. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari AB og leika Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson fyrir félagið. Íslendingarnir voru báðir í byrjunarliðinu í dag.

AB er um miðja deild með 11 stig eftir 9 umferðir á meðan Skive er í harðri toppbaráttu.

Brescia 2 - 1 Pisa

Kongsvinger 1 - 5 Aalesund

Grimsby 1 - 0 Bromley

Lille 3 - 3 Strasbourg

Puszcza 1 - 2 Cracovia

AB 1 - 2 Skive

Athugasemdir
banner
banner