Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Munu koma erfiðir kaflar
Mynd: EPA
Enzo Maresca stjóri Chelsea var kátur í viðtali eftir þægilegan 0-3 sigur á útivelli gegn West Ham í Lundúnaslag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Nicolas Jackson skoraði tvö auðveld mörk og lagði svo þriðja markið upp fyrir Cole Palmer.

„Ég er mjög ánægður með stigin og frammistöðuna. Við spiluðum vel og héldum hreinu, við getum verið stoltir af okkur. Strákarnir hafa verið ótrúlega fljótir að aðlagast þeim leikstíl sem ég vil að sé spilaður og ég er virkilega sáttur með hugarfarið hjá leikmönnum," sagði Maresca.

„Það er alltaf gott að vinna leiki, við erum augljóslega á réttri braut. Allir leikmenn liðsins leggja mikla varnarvinnu á sig og ég er sérstaklega stoltur útaf því. Nico (Jackson) og Cole (Palmer) voru frábærir í þessum leik burtséð frá mörkunum sem þeir skoruðu.

„Við erum á góðri leið en þetta er löng vegferð sem við eigum framundan. Við þurfum að halda áfram að leggja inn mikla vinnu því það munu koma erfiðir kaflar þar sem gengur ekki svona vel. Þetta lítur mjög vel út hjá okkur núna en við erum ekki nálægt því að vera á þeim stað sem við viljum vera á. Við þurfum meiri tíma."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner