Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 16:48
Brynjar Ingi Erluson
Dagný tekin af velli í hálfleik í tapi gegn Man Utd - Ásdís Karen á skotskónum
Ásdís skoraði fyrir Lilleström
Ásdís skoraði fyrir Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný byrjaði hjá West Ham en var tekin af velli í hálfleik
Dagný byrjaði hjá West Ham en var tekin af velli í hálfleik
Mynd: Getty Images
Íslensku atvinnukonurnar okkar voru á ferð og flugi í Evrópuboltanum í dag.

Í ensku WSL-deildinni komu tvær landsliðskonur við sögu. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham en tekin af velli í hálfleik er liðið tapaði fyrir Manchester United, 3-0, í fyrstu umferð deildarinnar.

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, var í liði Brighton sem vann Everton 4-0.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby sem vann AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby er í fimmta sæti deildarinnar með 8 stig.

Diljá Ýr Zomers byrjaði hjá Leuven sem gerði markalaust jafntefli við Gent í belgísku úrvalsdeildinni.

Leuven er á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki og hefur Diljá skorað eitt mark.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði hjá Bayer Leverkusen sem lagði Essen að velli, 2-0, í þýsku deildinni. Leverkusen er með fjögur stig úr fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.

Í norsku deildinni skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir í 5-2 sigri Lilleström á Lyn á meðan Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg sem tapaði 2-1 fyrir Kolbotn.

Rosenborg er í 3. sæti með 40 stig en Lilleström í 4. sætinu með 38 stig.

Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark Kristianstad sem vann Vittsjö, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Guðný og Hlín Eiríksdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad sem er í 4. sæti sænsku deildarinnar með 39 stig.

Þorlákur Árnason og stöllur hans í Damaiense töpuðu fyrir Braga, 2-1, í portúgölsku deildinni. Damaiense er með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner