Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hver skoraði eiginlega mark KA?
Viðar Örn fagnar marki sínu.
Viðar Örn fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi bikarúrslitaleikur Víkings og KA á Laugardalsvelli. Seinni hálfleikur var að hefjast en staðan er 1-0 fyrir KA.

Markið kom á 37. mínútu eftir hornspyrnu. Það er erfitt að segja hver skoraði markið.

„Frábær hornspyrna á fjærstöngina þar sem KA vinnur baráttuna og Ívar Örn nær að pikka boltanum sem rúllar eftir marklínunni," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Viðar Örn Kjartansson var á línunni og reyndi að snerta boltann en það er óvíst hvort að hann geri það. Oliver Ekroth, varnarmaður Víkings, snertir boltann á leiðinni á markið. Þá er Rodri, miðjumaður KA, líka í baráttunni en hann á snertingu eftir að Ívar kemur við boltann.

Það er spurning hver á þetta mark en KA-mönnum er líklega frekar sama um það þessa stundina. Víkingar vildu hendi dæmda á Ívar Örn en markið fékk að standa.


Athugasemdir
banner
banner