Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 22. mars 2023 14:16
Elvar Geir Magnússon
München
Hannes sá æfinguna í morgun - „Ber vonandi vott um samheldni"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson spjalla saman.
Arnar Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson spjalla saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, heilsaði upp á menn á síðustu æfingu landsliðsins í München. Hannes lék fyrir landsliðið 2005-2008 en undanfarin fimm ár hefur hann starfað í þjálfun í Þýskalandi. Hann er nú með SV Wacker Burghausen í þýsku D-deildinni.

Hannes spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands og ræddi þar um málin fyrir leik Íslands gegn Bosníu sem fram fer annað kvöld, og skoðaði riðilinn.

„Það er ekki oft sem maður hefur færi á að sjá landsliðið eða samlanda sína yfir höfuð. Þegar landsliðið er að æfa í grennd við mig þá nýti ég auðvitað tækifærið og kíki á þá," sagði Hannes.

„Mér líst mjög vel á þetta. Maður sér að það er góð stemning í hópnum og ég held að menn séu tilbúnir í verkefnið sem kemur. Það er gleði, léttleiki sem ber vonandi vott um ákveðna samheldni sem er rosalega mikilvæg í leiknum á morgun."

Það eru mikilvægir menn komnir inn í hópinn og aldurssamsetningin orðin eðlilegri en hún var.

„Hvenær vorum við síðast með þann möguleika að vera með þessa blöndu? Við erum búnir að vera með gríðarlega ungt lið síðustu tvö árin. Ég held að það gefi liðinu rosalega mikið þó að Aron (Einar Gunnarsson) sé ekki að spila á morgun. Það að hann sé til staðar og aðrir sem upplifðu gullaldartímann - að þeir komi með þann kúltúr sem var til staðar í gegnum það tímabil - held ég að hjálpi þessum ungu leikmönnum."

Það er mjög mikilvægt að ná í góð úrslit á morgun. „Ég held að það sé mjög mikilvægt, líka þegar maður horfir á umfjöllunina sem er í kringum liðið. Til að gefa ekki bara liðinu, heldur líka þjóðinni, trú á það verkefni sem er í gangi þá er mikilvægt að ná í góð úrslit. Jafntefli væru góð úrslit, þó maður vonist auðvitað eftir sigri."

Markmiðið er að komast á lokakeppni EM. „Það ætti líka að vera það. Hvorki Bosnía né Slóvakía hafa farið með himinskautum síðustu ár. Það gefur okkur mikið að gömlu stjörnurnar séu komnir aftur, það gefur þessum ungu strákum þá trú sem við þurfum að hafa."

Hannes segir enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn með þá kynslóð sem er að koma upp. Í viðtalinu, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Hannes einnig um sín mál í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner