Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 22. apríl 2024 22:22
Halldór Gauti Tryggvason
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, Þjálfari Stjörnunar
Kristján Guðmundsson, Þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Maður er að velta fyrir sér hvað hálfleikarnir voru misjafnir hjá okkur, upphaf beggja hálfleikja er dapur hjá okkur, smá streita í okkur í byrjun leiks. Vinnum okkur út úr því og eigum mjög góðan fyrri hálfleik það sem eftir er, alveg virkilega góðan.“ Þetta sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik kvöldsins.



Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Víkingur R.

„Við settum mjög skemmtilega pressu á þær, allar markspyrnur og bara alltaf þegar þær voru með boltann á sínum fyrsta þriðjungi, það gekk mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik“

„Í seinni hálfleik gekk lítið og nánast ekki neitt þar sem að við fengum stanslausa langa bolta á varnarlínuna okkar og við bara vorum ekki nógu agresívar á að fara í boltann.“

Var eitthvað í leik Víkings sem kom ykkur á óvart í dag? „Nei nei þær gera alltaf það sama.“

„Það er mjög góð stemming hjá okkur við erum nýkomin heim úr æfingarferðinni, það er bara ekkert nema stemning hjá okkur og við munum rífa okkur í gang eftir þetta, maður hefur séð það svartara’’ Þetta sagði Kristján aðspurður um stemminguna fyrir komandi tímabili.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner