
Valur tók á móti ÍBV í bestu-deild kvenna fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-0 fyrir Val en mörk leiksins skoruðu þær Jamia Fields og Anna Rakel Pétursdóttir. Pétur Pétursson þjálfari Vals mætti sáttur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 ÍBV
„Þetta var engin flugeldasýning en góður leikur hjá okkur að koma til baka. Með miklum breytingum á okkar liði líka, mér fannst þetta mikið lið inná vellinum í dag hjá okkur."
Valur hafði tapað og gert jafntefli í tveimur leikjum sínum áður en kom að þessum.
„Síðasti leikur var ekkert sérstaklega góður en fínt að koma til baka hérna. Vestmannaeyjaliðið er betra en fólk heldur. Mér fannst liðið vera gott í kvöld sem liðsheild."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir