Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 22. júní 2014 16:47
Ingunn Hallgrímsdóttir
Gulli Jóns: Hann dæmdi að mínu viti alveg ágætlega
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.
Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Þetta var erfiður leikur og við lentum undir. En ég var mjög ánægður með okkar karakter, við komum til baka, jöfnuðum leikinn, skoruðum sigurmark og héldum þessu," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA sem fór á topp 1. deildar karla í dag með 2-1 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Leiknir R.

,,Það er ekki hægt að biðja um það betra. Þetta var toppliðið sem við vorum að mæta hérna og það lið sem hefur aðeins fengið á sig eitt mark og ekki tapað leik. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að vinna þá og náð þessu toppsæti af þeim."

Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis kvartaði undan dómgæslu Valdirmars Pálssonar í leiknum en Gunnlaugur benti á að tapliðin kvarti oft undan dómgæslu.

,,Dómgæslan er eins og nánast í hverjum einasta leik. Það eru einhver atvik sem eru umdeild og stundum eru þau umdeildari hjá andstæðingunum. Þetta er eins og gengur. Hann dæmdi að mínu viti alveg ágætlega í dag. Auðvitað eru einhver atvik sem menn eru ósáttir með en ég kvarta ekki núna."

ÍA er komið á topp deildarinnar og Gunnlaugur stefnir á að enda mótið þar.

,,við gáfum það út að við ætlum að fara upp um deild þurfum við að vera í 1. eða 2. sæti. Við erum komnir í 1. sæti núna og það er eitthvað sem við ætlum að halda í."
Athugasemdir
banner
banner