Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 22. júlí 2023 22:54
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 13. umferðar - Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm!
Lengjudeildin
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar, í annað sinn.
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar, í annað sinn.
Mynd: Raggi Óla
Hjalti skoraði sigurmark Leiknis.
Hjalti skoraði sigurmark Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Afturelding er á flugi og það bara hækkar og hækkar. 9-0 sigur gegn Selfossi á föstudagskvöld. Mosfellingar héldu sýningu og Magnús Már Einarsson er enn og aftur þjálfari umferðarinnar.

Daninn ungi Oliver Bjerrum Jensen heldur áfram að stýra spili liðsins frábærlega, átti tvær stoðsendingar og er í úrvalsliði 13. umferðar. Aron Elí Sævarsson er einnig í liðinu og svo er það auðvitað...

Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Einn, tveir, þrír, fjóri, fimm, Dimmalimm! Elmar skoraði fimmu gegn Selfossi (og átti eina stoðsendingu) og er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í þessum mánuði. Hann er orðinn markahæstur í deildinni með alls fjórtán mörk. Verður betri og betri með hverjum leiknum sem hann spilar.



Afturelding er með níu stiga forystu á Fjölni sem vann 5-1 sigur gegn Ægi. Liðsheild Grafarvogsliðsins var ákaflega öflug og liðið spilaði frábærlega, þó enginn betur en Dagur Ingi Axelsson á kantinum. Hann lagði upp þrjú mörk og vann eina vítaspyrnu.

ÍA er í þriðja sæti en liðið fór til Grindavíkur og vann 2-0 útisigur. Indriði Áki Þorláksson sýndi mikla vinnslu á miðsvæði ÍA og var valinn maður leiksins. Arnór Smárason lagði upp bæði mörkin með hornspyrnum.

Grótta er í fjórða sæti en liðið fór til Njarðvíkur og sótti 3-1 sigur. Grímur Ingi Jakobsson skoraði stórbrotið mark fyrir Gróttu og var valinn maður leiksins.

Leiknir vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti eftir 3-2 sigur gegn Þrótt í mögnuðum leik. Daníel Finns Matthíasson skoraði og átti stórkostlega stoðsendingu, maður leiksins. Hjalti Sigurðsson var öflugur á miðsvæðinu og skoraði sigurmarkið. Hann er fjölhæfur og leysir vörnina í liði umferðarinnar.

Þá á Vestri tvo fulltrúa eftir 1-0 sigur gegn Þór. Það eru markvörðurinn Rafael Broetto og varnarmaðurinn Gustav Kjeldsen.

Lið umferðarinnar:
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Elmar Kári Cogic: Þarf bara að mæta inn í teig og þá get ég skorað
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner