Afturelding er á flugi og það bara hækkar og hækkar. 9-0 sigur gegn Selfossi á föstudagskvöld. Mosfellingar héldu sýningu og Magnús Már Einarsson er enn og aftur þjálfari umferðarinnar.
Daninn ungi Oliver Bjerrum Jensen heldur áfram að stýra spili liðsins frábærlega, átti tvær stoðsendingar og er í úrvalsliði 13. umferðar. Aron Elí Sævarsson er einnig í liðinu og svo er það auðvitað...
Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Einn, tveir, þrír, fjóri, fimm, Dimmalimm! Elmar skoraði fimmu gegn Selfossi (og átti eina stoðsendingu) og er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í þessum mánuði. Hann er orðinn markahæstur í deildinni með alls fjórtán mörk. Verður betri og betri með hverjum leiknum sem hann spilar.
Daninn ungi Oliver Bjerrum Jensen heldur áfram að stýra spili liðsins frábærlega, átti tvær stoðsendingar og er í úrvalsliði 13. umferðar. Aron Elí Sævarsson er einnig í liðinu og svo er það auðvitað...
Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Einn, tveir, þrír, fjóri, fimm, Dimmalimm! Elmar skoraði fimmu gegn Selfossi (og átti eina stoðsendingu) og er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í þessum mánuði. Hann er orðinn markahæstur í deildinni með alls fjórtán mörk. Verður betri og betri með hverjum leiknum sem hann spilar.
Afturelding er með níu stiga forystu á Fjölni sem vann 5-1 sigur gegn Ægi. Liðsheild Grafarvogsliðsins var ákaflega öflug og liðið spilaði frábærlega, þó enginn betur en Dagur Ingi Axelsson á kantinum. Hann lagði upp þrjú mörk og vann eina vítaspyrnu.
ÍA er í þriðja sæti en liðið fór til Grindavíkur og vann 2-0 útisigur. Indriði Áki Þorláksson sýndi mikla vinnslu á miðsvæði ÍA og var valinn maður leiksins. Arnór Smárason lagði upp bæði mörkin með hornspyrnum.
Grótta er í fjórða sæti en liðið fór til Njarðvíkur og sótti 3-1 sigur. Grímur Ingi Jakobsson skoraði stórbrotið mark fyrir Gróttu og var valinn maður leiksins.
Leiknir vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti eftir 3-2 sigur gegn Þrótt í mögnuðum leik. Daníel Finns Matthíasson skoraði og átti stórkostlega stoðsendingu, maður leiksins. Hjalti Sigurðsson var öflugur á miðsvæðinu og skoraði sigurmarkið. Hann er fjölhæfur og leysir vörnina í liði umferðarinnar.
Þá á Vestri tvo fulltrúa eftir 1-0 sigur gegn Þór. Það eru markvörðurinn Rafael Broetto og varnarmaðurinn Gustav Kjeldsen.
Lið umferðarinnar:
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir