„Mér fannst hann frábær,fyrri hálfleikur sérstaklega. Það var mikill hraði og færi á báða bóga og þetta var alltaf að fara verða markaleikur með liðsuppstillingu liðanna og bæði lið voru að spila opinn leik. Valur var sterkaral liðið í seinni hálfleik og það voru lúnar lappir þarna á vellinum en mér fannst við samt fá nokkur góð færi til þess að klára leikinn.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leikinn eftir 2-2 jafntefli Víkinga og Val í Fossvoginum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Valur
Eftir góða byrjun Vals á leiknum tóku Víkingar völdin og uppskáru tvö góð mörk auk þess sem nokkur dauðafæri fóru forgörðum. Var Arnar svekktur í hálfleik að hafa ekki tekist að setja fleiri mörk?
„Nei ég sagði við strákanna að ég væri mjög ánægður með leikinn. Ég var að skemmta mér mjög vel á hliðarlínunni en við þurftum bara aðeins meiri fókus. Þeir voru að herja á okkar veikleika í vörninni og gerðu það mjög vel og tóku sénsa. Ég var ósáttur við það í seinni hálfleik hvað við héldum illa boltanum og leysa pressu Vals en mögulega spilar þreyta þar eitthvað inn í.“
Mótið er langt í frá búið en þó eru ákveðnar blikur á lofti hvað þróun þess varðar. Er Arnar búinn að gefa titilinn upp á bátinn?
„Nei en þetta verður erfitt. Eins og staðan er í dag þá virka bara lið í betri málum heldur en við en við munum svo sannarlega ekki gefast upp og þetta er fljótt að breytast. Við þurfum að þrauka fram að úrslitakeppni og vera ekki meira en helst fimm stigum á eftir toppliðinu og þá getur allt gerst.“
Sagði Arnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























