Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   lau 22. september 2018 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Jóns áfram með Þrótt: Í meginatriðum klárt að ég verði í tvö ár í viðbót
Gunnlaugur Jónsson ræddi sumarið eftir leikinn
Gunnlaugur Jónsson ræddi sumarið eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Þróttara, fór yfir tímabilið í viðtali eftir 1-1 leikinn gegn ÍA í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í dag.

Þróttur endaði í 5. sæti deildarinnar en Viktor Jónsson var sjóðheitur með liðinu í sumar og skoraði 22 mörk. Gunnlaugur virtist þá ýja að því að Viktor sé á förum.

„Það var sótt á báða bóga og mikið um færi. Heilt yfir voru þetta sanngjörn úrslit. Við vorum í basli með að stilla upp liði og mikið af meiðslum undanfarið, meðal annars strákurinn sem spilaði í hægri bakverði í dag var 16 ára," sagði Gunnlaugur Jónsson.

„Ég held að það sé misskilningur að þó að leikir skipti ekki máli, þá þurftum við að keppa því að enda þetta mót sæmilega. Þannig þetta er næst besta niðurstaðan að gera jafntefli á móti meisturunum."

„Það hefur verið kaflaskipt sumar. Við lentum í miklum mótbyr til að byrja með, aðallega meiðslalega séð. Það var ekki mikill stöðugleiki og ofboðslega lítið að gerast en við ákváðum með þessum Skagaleik sem var lokaleikur fyrri umferðar til að hrista upp í hlutunum."

„Við flöskum þessu svo á Haukaleiknum sem við töpum og það voru þrjú töp í röð."

„Það liggur ljóst fyrir þó að ég sé ekki búinn að skrifa undir samning þá er í meginatriðum klárt að ég verði tvö ár í viðbót,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner