Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   lau 22. október 2022 16:05
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Ægir um sína framtíð: Ég hef lítið heyrt í Víkingum, lítið sem ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur var hæstánægður eftir að hann skoraði 2 mörk í 7-1 sigri gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

„Geðveikt að ná að svara fyrir síðustu 2 leiki, við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit síðustu 2 leiki en gott að við náðum að sýna það í dag."

Keflavík svo gott sem tryggði sér 7. sætið í dag þar sem Fram getur aðeins jafnað þá að stigum en er með töluvert lakari markatölu, var þetta markmið ykkar?

„Já klárlega bara að enda sem efst og hægt er það er náttúrulega bara 7. sætið eina sem er í boði núna, klárlega markmið en upprunalega markmiðið var að enda í top 6 en já þetta er bara það besta sem við fáum hingað til."

Adam var valinn í varahóp landsliðsins og einhverjar sögur hafa verið af því að það hafði verið skrýtið hvernig hann fékk þær fréttir.

„Já nei ekki neitt skrýtið eða neitt þannig ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt hópnum og ef ég er ekki inn í aðalhópnum að bara vera til vara. Ég er bara mjög spenntur fyrir því hvað gerist, hvort að einhver detti út vonandi, ég held mikið með sogndal þannig að bara vona það besta. Ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt þessu og bara já sáttur."

Adam er á láni hjá Keflavík frá Víking og gæti verið byrjaður aðn hugsa út í næsta tímabil.

„Þannig séð ekki, ég hef lítið heyrt í Víkingum. Lítið sem ekki neitt þannig ég í raun og veru veit það ekki. Ég er bara að vonast til þess besta bara að eitthvað gott gerist. Eins og staðan er núna er ég í eigu Víkings og er bara spenntur að fara þangað aftur en fyrst og fremst er ég bara spenntur að klára þennan leik sem er eftir á móti Fram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner