Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 22. október 2022 16:05
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Ægir um sína framtíð: Ég hef lítið heyrt í Víkingum, lítið sem ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur var hæstánægður eftir að hann skoraði 2 mörk í 7-1 sigri gegn Leikni í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

„Geðveikt að ná að svara fyrir síðustu 2 leiki, við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit síðustu 2 leiki en gott að við náðum að sýna það í dag."

Keflavík svo gott sem tryggði sér 7. sætið í dag þar sem Fram getur aðeins jafnað þá að stigum en er með töluvert lakari markatölu, var þetta markmið ykkar?

„Já klárlega bara að enda sem efst og hægt er það er náttúrulega bara 7. sætið eina sem er í boði núna, klárlega markmið en upprunalega markmiðið var að enda í top 6 en já þetta er bara það besta sem við fáum hingað til."

Adam var valinn í varahóp landsliðsins og einhverjar sögur hafa verið af því að það hafði verið skrýtið hvernig hann fékk þær fréttir.

„Já nei ekki neitt skrýtið eða neitt þannig ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt hópnum og ef ég er ekki inn í aðalhópnum að bara vera til vara. Ég er bara mjög spenntur fyrir því hvað gerist, hvort að einhver detti út vonandi, ég held mikið með sogndal þannig að bara vona það besta. Ég er bara gríðarlega sáttur að hafa verið nálægt þessu og bara já sáttur."

Adam er á láni hjá Keflavík frá Víking og gæti verið byrjaður aðn hugsa út í næsta tímabil.

„Þannig séð ekki, ég hef lítið heyrt í Víkingum. Lítið sem ekki neitt þannig ég í raun og veru veit það ekki. Ég er bara að vonast til þess besta bara að eitthvað gott gerist. Eins og staðan er núna er ég í eigu Víkings og er bara spenntur að fara þangað aftur en fyrst og fremst er ég bara spenntur að klára þennan leik sem er eftir á móti Fram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner