Fylkir og Valur mættust í gær í úrslitaleik Lengjubikarsins og Valsmenn höfðu betur 3-2. Fótbolti.net ræddi við Orra Hrafn Kjartansson eftir leik í gær.
„Gott að ná að klára þetta og halda því gengi sem við erum á að vinna leiki, það er númer eitt tvö og þrjú."
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 Valur
Valur lendir tveimur mörkum undir í leiknum í gær en náðu að kveikja á sér og sýndu karakter en snéru leiknum sér í vil. Hvað fer úrskeiðis í fyrri hálfleiknum?
„Við erum bara ekki klárir, við erum sofandi. Við vorum lengi að byrja og Fylkismenn bara keyra á okkur og við náum ekki alveg að finna svör. Það sýnir svolítið okkar styrkleikamerki undanfarið að koma til baka og það er svolítið það sem við erum að leggja áherslu á og sýna að við erum sterkt lið og við erum ekki að fara gefast upp."
Það eru tæpar tvær vikur í að Besta deildin hefjist og Orri Hrafn segir að menn séu spenntir fyrir að byrja tímabilið.
„Við erum bara spenntir og klárir í þá baráttu sem framundan er og markmiðin hjá okkur eru alltaf að vinna og það er bara markmið hjá okkur."
Athugasemdir