Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 23. mars 2025 13:15
Anton Freyr Jónsson
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Orri Hrafn skoraði í gær gegn sínum gömlu félögum
Orri Hrafn skoraði í gær gegn sínum gömlu félögum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir og Valur mættust í gær í úrslitaleik Lengjubikarsins og Valsmenn höfðu betur 3-2. Fótbolti.net ræddi við Orra Hrafn Kjartansson eftir leik í gær.

„Gott að ná að klára þetta og halda því gengi sem við erum á að vinna leiki, það er númer eitt tvö og þrjú." 


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 Valur

Valur lendir tveimur mörkum undir í leiknum í gær en náðu að kveikja á sér og sýndu karakter en snéru leiknum sér í vil. Hvað fer úrskeiðis í fyrri hálfleiknum?

„Við erum bara ekki klárir, við erum sofandi. Við vorum lengi að byrja og Fylkismenn bara keyra á okkur og við náum ekki alveg að finna svör. Það sýnir svolítið okkar styrkleikamerki undanfarið að koma til baka og það er svolítið það sem við erum að leggja áherslu á og sýna að við erum sterkt lið og við erum ekki að fara gefast upp."

Það eru tæpar tvær vikur í að Besta deildin hefjist og Orri Hrafn segir að menn séu spenntir fyrir að byrja tímabilið. 

„Við erum bara spenntir og klárir í þá baráttu sem framundan er og markmiðin hjá okkur eru alltaf að vinna og það er bara markmið hjá okkur."
Athugasemdir
banner