Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 23. júní 2018 09:04
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: 4-4-2 hefur hentað okkur mjög vel oft áður
Icelandair
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gærkvöldi.
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var ekki í vandræðum með að sofna í gærkvöldi eftir 2-0 tap Íslands gegn Nígeríu á Stalíngrad.

Landsliðið flaug til Gelendzhik strax eftir leik og voru nokkrir leikmenn landsliðsins mættir á æfingu í morgunsárið. Heimir segist vera búinn að horfa á leikinn aftur.

„Ég er búinn að horfa á leikinn nánast tvisvar sinnum. Nánast eins og alltaf þegar maður horfir á leik sem maður tapar þá er upplifunin miklu betri þegar maður horfir á hann í annað sinn," sagði Heimir sem segir leikinn hafa verið kaflaskiptan.

„Fyrri hálfleikurinn var góður og síðan vissum við að þeir myndu opna sig þegar liði á leikinn ef þeir myndu ekki ná að skora. Síðan ná þeir inn marki í upphafi seinni hálfleiks og það breytir leikmyndinni og þá þurfum við að koma framar á völlinn þá erum við svolítið að spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríumönnum, þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þeir eru góðir í að snúa vörn í sókn."

„Þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika sem var vont fyrir okkur. Ef við leggjum saman þessi tvö lið þá eru þeir líklega fljótari en við að hlaupa og réðu betur við leikmyndina en við í gær. Þetta spilaðaðist svolítið upp í hendurnar á þeim," sagði Heimir en sér hann eftir því að hafa breytt um leikkerfi frá leiknum gegn Argentínu með því að fara úr 4-5-1 í 4-4-2.

„Alltaf þegar þú tapar leik þá hugsar þú hvað þú hefðir viljað gera öðurvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið þá hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting á liðinu og þannig er fótboltinn. Þú gerir eitthvað og stundum gengur það upp og stundum ekki. Svona er þetta líka í lífinu, þú verður að taka ákvarðanir. Þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður en gekk ekki upp í gær."

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner