Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
banner
   fös 23. ágúst 2019 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Þórir: Fengum nóg af tækifærum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var svekktur eftir tap á útivelli gegn Gróttu í dag. Hann var þó sáttur með leik sinna manna sem hann telur verðskulda stig úr leiknum.

Grótta komst yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði forystuna eftir leikhlé en Fram minnkaði muninn á 79. mínútu, aðeins tveimur mínútum áður en heimamenn skoruðu þriðja markið og gerðu út af við viðureignina.

„Við gáfum þeim góðan leik og mér fannst við hafa fengið nóg af færum til þess að skora fleiri mörk en á endanum standa þeir uppi sem sigurvegarar," sagði Jón Þórir.

„Það vantaði aðallega uppá færanýtinguna hjá okkur. Við héldum þeim meira og minna allan seinni hálfleikinn á þeirra vallarhelmingi og áttum ótal tækifæri en náðum ekki að nýta þau."

Fram er svo gott sem búið að missa af toppbaráttunni eftir þetta tap og segir Jón að markmiðið sé að vinna síðustu fjóra leikina.
Athugasemdir