„Síðasti leikur á Nesinu fyrir mig. Það er súrt að tapa en mér fannst við eiga skilið að fá meira úr leiknum," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir leik gegn ÍBV í dag. Leikurinn var síðasti leikur Gústa sem þjálfari Gróttu.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 ÍBV
Lítið var undir í leiknum og veðrið var ekkert sérstakt. Var ekkert talað um að semja um jafntefli í þessum leik? „Nei, að sjálfsögðu viljum við klára leikinn og mótið á sómasamlegan hátt. Bæði lið spiluðu nokkuð góðan fótbolta."
„Nú er mótið búið og við tökum upp úr kössunum. Við lendum annað hvort í 5. eða 6. sæti. Fyrir mína hönd vil ég hrósa klúbbnum fyrir síðustu tvö ár og þakka stuðningsmönnum, leikmönnum og öllu Seltjarnarnesinu fyrir mig. Þetta er búið að vera mjög mikil áskorun og skemmtilegur tími, allt hrós á það sem er verið að gera hérna á Nesinu, komið verulega á óvart."
Hvað tekur við hjá þér? „Það er ekki komið í ljós. Ég er að fara í frí á laugardaginn í 10 daga á í aðeins betra veður en er hér."
Ætlaru að vera áfram í þjálfun? „já, ég stefni allavega að því en við sjáum svo til hvað verður."
Hafa einhver félög haft samband? „Ekki formlega, nei," sagði Gústi.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan, Þar er rætt nánar um leikinn og aðeins um Pétur Theódór Árnason.
Athugasemdir