Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 23. september 2023 17:27
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna hér í dag," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum í dag.

„Við erum að gefa mörk eins og oft áður, mörk sem koma upp úr engu vegna okkar eigin mistaka. Ógeðslega pirrandi."

Ólafur Íshólm markvörður fór í skógarhlaup í öðru marki ÍBV. Var Raggi svekktur út í markvörðinn sinn?

„Ef hann hefði kýlt boltann í burtu hefði maður verið ánægður. Svo klikkar það, þá finnst manni að hann hefði átt að vera á línunni. Mögulega var þetta aukaspyrna en þar sem ég sat var ómögulegt að sjá."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við sýnum karakter með því að koma til baka en síðustu mínúturnar erum við að leyfa þeim að dansa fyrir utan teiginn hjá okkur. Ég er alls ekki ánægður með þetta."

Raggi gerði þrefalda skiptingu þegar Fram var 1-0 yfir á 76. mínútu en tíu mínútum síðar hafði ÍBV komist yfir.

„Það er alltaf óþægilegt að gera svona margar breytingar, við ætluðum ekki að gera það. Svo meiðist Gummi og Tiago biður um skiptingu."

Meiðslalisti Fram er nokkuð langar. Hlynur Atli Magnússon, Brynjar Gauti Guðjónsson og Orri Sigurjónsson eru á listanum. Eru þeir frá út tímabilið?

„Það lítur ekki út fyrir að þeir séu allavega ekki klárir í næsta leik. Það er útlit fyrir það að Þengill (Orrason) sé kominn til að vera í allavega nokkra leiki í viðbót," segir Ragnar.

Þengill, sem er fæddur 2005, skoraði jöfnunarmark Fram í dag en hann fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína í jafntefli gegn HK á dögunum.

„Ég er fáránlega ánægður með hann. Engillinn hefur varla stigið feilspor í þessum tveimur leikjum."

Er það eina sem skiptir máli að halda liðinu uppi?

„Að sjálfsögðu, það er það eina sem skiptir máli núna," segir Ragnar Sigurðsson.
Athugasemdir
banner
banner