Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   lau 23. september 2023 17:27
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna hér í dag," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum í dag.

„Við erum að gefa mörk eins og oft áður, mörk sem koma upp úr engu vegna okkar eigin mistaka. Ógeðslega pirrandi."

Ólafur Íshólm markvörður fór í skógarhlaup í öðru marki ÍBV. Var Raggi svekktur út í markvörðinn sinn?

„Ef hann hefði kýlt boltann í burtu hefði maður verið ánægður. Svo klikkar það, þá finnst manni að hann hefði átt að vera á línunni. Mögulega var þetta aukaspyrna en þar sem ég sat var ómögulegt að sjá."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við sýnum karakter með því að koma til baka en síðustu mínúturnar erum við að leyfa þeim að dansa fyrir utan teiginn hjá okkur. Ég er alls ekki ánægður með þetta."

Raggi gerði þrefalda skiptingu þegar Fram var 1-0 yfir á 76. mínútu en tíu mínútum síðar hafði ÍBV komist yfir.

„Það er alltaf óþægilegt að gera svona margar breytingar, við ætluðum ekki að gera það. Svo meiðist Gummi og Tiago biður um skiptingu."

Meiðslalisti Fram er nokkuð langar. Hlynur Atli Magnússon, Brynjar Gauti Guðjónsson og Orri Sigurjónsson eru á listanum. Eru þeir frá út tímabilið?

„Það lítur ekki út fyrir að þeir séu allavega ekki klárir í næsta leik. Það er útlit fyrir það að Þengill (Orrason) sé kominn til að vera í allavega nokkra leiki í viðbót," segir Ragnar.

Þengill, sem er fæddur 2005, skoraði jöfnunarmark Fram í dag en hann fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína í jafntefli gegn HK á dögunum.

„Ég er fáránlega ánægður með hann. Engillinn hefur varla stigið feilspor í þessum tveimur leikjum."

Er það eina sem skiptir máli að halda liðinu uppi?

„Að sjálfsögðu, það er það eina sem skiptir máli núna," segir Ragnar Sigurðsson.
Athugasemdir
banner
banner