Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
Aron Einar: Tvö skref til baka finnst mér
Alfreð: Erfitt að útskýra hvað gerðist eftir frábæra byrjun
Arnór Ingvi: Trúðum ekki á okkur sjálfa
Age Hareide: Þetta var svartur fimmtudagur!
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
banner
   lau 23. september 2023 17:27
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna hér í dag," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum í dag.

„Við erum að gefa mörk eins og oft áður, mörk sem koma upp úr engu vegna okkar eigin mistaka. Ógeðslega pirrandi."

Ólafur Íshólm markvörður fór í skógarhlaup í öðru marki ÍBV. Var Raggi svekktur út í markvörðinn sinn?

„Ef hann hefði kýlt boltann í burtu hefði maður verið ánægður. Svo klikkar það, þá finnst manni að hann hefði átt að vera á línunni. Mögulega var þetta aukaspyrna en þar sem ég sat var ómögulegt að sjá."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við sýnum karakter með því að koma til baka en síðustu mínúturnar erum við að leyfa þeim að dansa fyrir utan teiginn hjá okkur. Ég er alls ekki ánægður með þetta."

Raggi gerði þrefalda skiptingu þegar Fram var 1-0 yfir á 76. mínútu en tíu mínútum síðar hafði ÍBV komist yfir.

„Það er alltaf óþægilegt að gera svona margar breytingar, við ætluðum ekki að gera það. Svo meiðist Gummi og Tiago biður um skiptingu."

Meiðslalisti Fram er nokkuð langar. Hlynur Atli Magnússon, Brynjar Gauti Guðjónsson og Orri Sigurjónsson eru á listanum. Eru þeir frá út tímabilið?

„Það lítur ekki út fyrir að þeir séu allavega ekki klárir í næsta leik. Það er útlit fyrir það að Þengill (Orrason) sé kominn til að vera í allavega nokkra leiki í viðbót," segir Ragnar.

Þengill, sem er fæddur 2005, skoraði jöfnunarmark Fram í dag en hann fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína í jafntefli gegn HK á dögunum.

„Ég er fáránlega ánægður með hann. Engillinn hefur varla stigið feilspor í þessum tveimur leikjum."

Er það eina sem skiptir máli að halda liðinu uppi?

„Að sjálfsögðu, það er það eina sem skiptir máli núna," segir Ragnar Sigurðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner