Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 23. september 2023 17:27
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna hér í dag," sagði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum í dag.

„Við erum að gefa mörk eins og oft áður, mörk sem koma upp úr engu vegna okkar eigin mistaka. Ógeðslega pirrandi."

Ólafur Íshólm markvörður fór í skógarhlaup í öðru marki ÍBV. Var Raggi svekktur út í markvörðinn sinn?

„Ef hann hefði kýlt boltann í burtu hefði maður verið ánægður. Svo klikkar það, þá finnst manni að hann hefði átt að vera á línunni. Mögulega var þetta aukaspyrna en þar sem ég sat var ómögulegt að sjá."

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

„Við sýnum karakter með því að koma til baka en síðustu mínúturnar erum við að leyfa þeim að dansa fyrir utan teiginn hjá okkur. Ég er alls ekki ánægður með þetta."

Raggi gerði þrefalda skiptingu þegar Fram var 1-0 yfir á 76. mínútu en tíu mínútum síðar hafði ÍBV komist yfir.

„Það er alltaf óþægilegt að gera svona margar breytingar, við ætluðum ekki að gera það. Svo meiðist Gummi og Tiago biður um skiptingu."

Meiðslalisti Fram er nokkuð langar. Hlynur Atli Magnússon, Brynjar Gauti Guðjónsson og Orri Sigurjónsson eru á listanum. Eru þeir frá út tímabilið?

„Það lítur ekki út fyrir að þeir séu allavega ekki klárir í næsta leik. Það er útlit fyrir það að Þengill (Orrason) sé kominn til að vera í allavega nokkra leiki í viðbót," segir Ragnar.

Þengill, sem er fæddur 2005, skoraði jöfnunarmark Fram í dag en hann fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína í jafntefli gegn HK á dögunum.

„Ég er fáránlega ánægður með hann. Engillinn hefur varla stigið feilspor í þessum tveimur leikjum."

Er það eina sem skiptir máli að halda liðinu uppi?

„Að sjálfsögðu, það er það eina sem skiptir máli núna," segir Ragnar Sigurðsson.
Athugasemdir