Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fös 24. maí 2019 22:20
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sigurður: Margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR er enn án stiga í Inkasso-deild kvenna en liðið tapaði í kvöld 5-2 gegn Aftureldingu.

„Ég er svekktur með þennan mikla markamun því mér fannst leikurinn vera allt öðruvísi. Við vorum frískara liðið í byrjun leiks og komumst yfir. Svo missum við leikmann út af í meiðsli í augnablik og fáum tvö mörk á okkur mjög ódýrt." sagði Sigurður þjálfari ÍR eftir leik.

„Svo fannst halla aðeins á okkur í dómgæslu en ég ætla nú ekki að kvarta yfir því. En 5-2 var svona helst til of mikið."

Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  2 ÍR

ÍR hafði fyrir leikinn ekki skorað mark í deildinni en þær ná að setja tvö mörk í kvöld. Sigurður var ánægður með það.

„Við skorum tvö mörk, það eru fyrstu mörkin okkar í sumar. Þá erum við allavega komin á blað þar. Mér fannst spilið á miðjunni oft á tíðum gott og við vorum að ná að opna þær. Svo leystist þetta svolítið upp í baráttu og mér fannst við vera með í barátunni allan tímann."

„Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik."

Næsti leikur ÍR er gegn ÍA fimmtudaginn 6.júní.

„Það verður spennandi. ÍA er með gott lið. Skilst samt að þær hafi gert jafntefli í kvöld. Þetta virðist vera þannig að það eru hörkuleikir í þessari deild."
Athugasemdir
banner